Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2023

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, 30. nóvember 2023

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 30. nóvember 2023

Styrkir úr aukaúthlutun eru eingöngu í boði fyrir viðurkennd söfn.

Sjá umsóknareyðublað hér: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/23-UMS-AUK-UMS

UPPLÝSINGAR

Eftirtaldir styrkflokkar eru í boði:

a) Styrkur til stafrænna kynningarmála

    • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk a) Styrkur til stafrænna kynningarmála og hlotið mest einn styrk.
    • Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna kynningu safnanna, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða á eigin heimasíðum.
    • Lögð er áhersla á að styrkurinn efli safnið sem viðkomustað fyrir gesti eða kynni starfsemi safnsins.
    • Hægt er að sækja um styrki t.d. til að gera efni til birtingar (e. content), til að kosta birtingu, til að fá utanaðkomandi þjónustu til að efla kynningu á samfélagsmiðlum eða heimasíðum eða til kynningar á starfsemi safnsins svo fátt eitt sé nefnt
    • Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.

b) Símenntun fyrir starfsmenn safns

    • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk b) Símenntun fyrir starfsmenn safns og hlotið mest einn styrk.
    • Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota t.d. til að sækja námskeið eða ráðstefnur hérlendis eða erlendis.
    • Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.

c) Vistaskipti milli safna

    • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk c) Vistaskipti milli safna og hlotið mest einn styrk.
    • Vistaskipti milli safna er ætlaður til jafningjafræðslu starfsmanna safna og skal nýtast í ferða- og uppihaldsstyrk.
    • Taka skal fram hvaða safn verði heimsótt og hvað skal fræðast um.
    • Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.

d) Námskeið/fyrirlesarar – Söfn sækja ein um

    • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrk í flokk d) Námskeið/fyrirlesarar og hlotið mest einn styrk.
    • Hvert safn getur að hámarki hlotið einn styrk í þessum flokki.
    • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til safnsins til að halda námskeið/málþing/ráðstefnur eða fá til sín fyrirlestra innanlands sem gæti nýst safninu sem heild sem og stærri hóp safnamanna.
    • Hver styrkur og umsókn er að hámarki 300.000 krónur.​​​​​​​

e) Námskeið/fyrirlesarar – Samstarfsverkefni viðurkenndra safna

    • Viðurkennd söfn geta sótt um í samstarfi um styrk í flokk e) Námskeið/fyrirlesarar – samstarfsverkefni. Er samstarfið þá á milli a.m.k. tveggja viðurkenndra safna, einnig geta fleiri aðilar verið þátttakendur í þessum styrkumsóknum.
    • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til safnsins til að halda námskeið/málþing/ráðstefnur eða fá til sín fyrirlestra innanlands sem gæti nýst safninu sem heild sem og stærri hóp safnamanna.
    • Hvert safn getur verið aðili að fleiri en einni umsókn.
    • Ef söfn sækja um í samstarfi, getur hver styrkur og umsókn verið að hámarki 600.000 krónur.

​​​​​​​

Almennt

    • Styrkir úr seinni aukaúthlutun flokkast undir verkefnastyrki með áherslu (sjá 3. gr. Úthlutunarreglna safnasjóðs).
    • Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2023.
    • Styrki úr seinni aukaúthlutun 2023 skal nýta fyrir árslok 2024, ekki verður gefin frekari frestur á nýtingu styrkja úr aukaúthlutun 2023 – skilafrestur á nýtingaskýrslu er 1. mars 2025.
    • Vakin er athygli á því að ekki er hægt að sækja um styrki fyrir verkefnum sem þegar er lokið.
    • Ekki er tekið á móti umsóknum eftir að umsóknarfresti lýkur.