Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er í gildi frá og með 15. janúar og gildir til 2. febrúar 2022.
Í söfnum gilda eftirfarandi takmarkanir
- Söfn mega taka á móti 50 manns í hverju hólfi að börnum meðtöldum.
- Fyrir hverja 10 m² umfram 100 m² má bæta við fimm viðskiptavinum að hámarki 200 manns. Athugið að þetta á við hefðbundna starfsemi safnsins, ekki viðburði á vegum safnsins eða annarra.
- 2ja metra fjarlægðarregla er í gildi.
- Grímuskylda er í söfnum þar sem ekki er hægt að viðhalda 2ja metra fjarlægðarreglu. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar.
- Almennar fjöldatakmarkanir eru 10 manns.
Söfn þurfa einnig að:
- Tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa.
- Sinna þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er.
- Minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.
Frétt af vef Stjórnarráðsins
Tengill á nýja reglugerð
Upplýsingar um gildandi takmarkanir á vef covid.is