Safnaráð vekur athygli á nýrri reglugerð nr. 510/2021 um samkomutakmarkanir sem tekur gildi mánudaginn 10. maí og gildir til 26. maí.
Söfnum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns og skulu gestir skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri. Við skólaheimsóknir barna fædd 2005 og síðar nægir að skrá bekk og skóla barnanna.
Um safnastarfsemi gilda að annars sömu takmarkanir og fyrir aðra menningarstarfsemi. Athugið að samkvæmt 3. gr. reglugerðar eru áfengisveitingar óheimilar og ef að safn getur ekki uppfyllt reglur um skráningu gesta, fjarlægðartakmarkanir og hópamyndanir, þá er hámarksfjöldinn 50 manns.
- Söfn mega taka á móti 75% af hámarksfjölda gesta
- Skrá skal gesti með nafni, kennitölu og símanúmeri – gestir sem eru ekki með íslenska kennitölu skal skrá með nafni og símanúmeri
- Við skólaheimsóknir barna fædd 2005 og síðar nægir að skrá bekk og skóla barnanna.
- Börn fædd 2015 og síðar teljast ekki með í hámarksfjölda eða nálægðartakmörkunum
- Grímuskylda er fyrir alla fædd 2005 og eldri
- Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila.
- Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð.
- Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt.
Sóttvarnir:
- Í öllum verslunum, opinberum byggingum og á öðrum stöðum innandyra þar sem umgangur fólks er nokkur skal þrífa eins oft og unnt er, sérstaklega algenga snertifleti.
- Minna skal almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir, svo sem munnlega, með merkingum eða skiltum.
- Tryggja skal góða loftræstingu þar sem umgangur fólks er nokkur og lofta reglulega út.