Samkomutakmarkanir sem eiga við söfn gilda um allt land frá og með 20. október til 3. nóvember
- Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila – um allt land.
- Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð.
- Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými er 20 einstaklingar.
- Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt.
- Börn fædd 2005 og síðar teljast ekki með í hámarksfjölda.
- Hvatt er til fjarvinnu þar sem því verður við komið.
Sjá á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/18/COVID-19-Reglugerdir-um-sottvarnaradstafanir-sem-taka-gildi-20.-oktober/
Hér má finna leiðbeiningar frá Landlækni fyrir rekstraraðila varðandi COVID-19.