UPPFÆRT: UMSÓKNARFERLI ER LOKIÐ
Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins.
Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn sótt um styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá öðrum aðilum, er þeim bent á aðalúthlutun safnasjóðs.
Að þessu sinni er aukaúthlutun með öðru sniði, styrkurinn er til eflingar á faglegu starfi safnanna og umsækjandi merkir við alla þá faglegu þætti sem styrkurinn myndi efla, (a. Söfnun, b. Skráning – almenn, b. Skráning – höfundaréttur, c. Varðveisla, d. Rannsóknir, e. Miðlun – sýning, e. Miðlun – stafræn miðlun, e. Miðlun – útgáfa, e. Miðlun – önnur, f. Safnfræðsla eða Annað).
Eingöngu skal senda eina umsókn frá hverju viðurkenndu safni og er hámarksupphæð hverrar umsóknar 2 milljónir kr. Til úthlutunar verða a.m.k. 40 milljónir króna. Styrkupphæðina skal nýta á árinu 2020.
Umsóknarfrestur um styrk er til kl. 16.00 föstudaginn 12. júní 2020. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.
- UPPFÆRT: nú er umsóknarfresti lokið.
Athugið:
-
- Ekki er sjálfkrafa gerð tillaga um styrk til allra umsækjenda sem uppfylla skilyrði laga um viðurkennd söfn heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins og fjölda og gæðum umsókna.
- Allir styrkþegar skila lokaskýrslu um nýtingu styrks.
- Ef styrkumsókn fellur undir skráningu, þá mun skráningarverkefnið sæta símati vegna eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum, sjá: https://safnarad.is/vidurkennd-sofn/eftirlit-med-vidurkenndum-sofnum/
- Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.