Vegna nýtingarskýrslna verkefnastyrkja úr safnasjóði 2018

Á  178. safnaráðsfundi var samþykkt ný útgáfa af nýtingarskýrslum verkefnastyrkja sem tekur gildi frá og með styrkveitingum 2018.

Frá og með styrkárinu 2018 munu styrkþegar verkefnastyrkja skila áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru hærri en 1.500.000 kr. Þeirri skýrslu skal skila í byrjun næsta árs á eftir styrkárinu.

Allir styrkþegar eiga að skila lokaskýrslu en hún er með svipuðu sniði og fyrri nýtingarskýrsla verkefnastyrkja. Greiðsla styrkja verður þó ekki áfangaskipt að sinni.

24 verkefni fengu hærri styrk en 1.500.000 kr. árið 2018 og eiga styrkþegar þessara verkefna að skila áfangaskýrslu í síðasta lagi 20. mars 2019.

Beinn tengill á áfangaskýrslu 2018: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/SKY-AFANG2018

Beinn tengill á lokaskýrslu 2018: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/SKY-VER2018