Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2018
Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis.
Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015.
Í aðalúthlutun safnasjóðs eru veittir bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og fjöldi veittra styrkja ræðst af ráðstöfunarfé sjóðsins auk fjölda og gæðum umsókna.
Verkefnastyrkir: Öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Sjóðnum er einnig heimilt að styrkja aðra starfsemi til að efla faglegt safnastarf. Önnur söfn, safnvísar, setur og sýningar geta notið styrks úr safnasjóði til skilgreindra verkefna í samstarfi við viðurkennd söfn.
Rekstrarstyrkir: Viðurkennd söfn samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 geta sótt um rekstrarstyrk til sjóðsins til að efla starfsemi sína. Viðurkennd söfn í eigu ríkisins og viðurkennd söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum munu ekki hljóta rekstrarstyrk úr safnasjóði sama ár, en geta sótt um verkefnastyrki.
Vakin er athygli á að samkvæmt úthlutunarreglum safnasjóðs getur viðurkennt safn sótt um rekstrarstyrk til að:
1. efla faglega starfsemi safns og treysta rekstur þess,
2. styrkja nýsköpun í rekstri og starfsemi safnsins,
3. styrkja rekstur safns sem sameinast hefur öðrum menningarstofnunum,
4. treysta samstarf safns við félagasamtök, stofnanir og aðra aðila í gegnum samninga um varðveislu og miðlun menningararfs.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2017. Umsóknum skal skila með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað á umsóknavef safnaráðs https://safnarad.is/umsoknavefur/ .
Beinir tenglar á styrkumsóknir:
Verkefnastyrkur
Rekstrarstyrkur
Nánari upplýsingar má finna á vef safnaráðs: https://safnarad.is/safnasjodur/hvad-styrkir-safnasjodur/ eða hjá framkvæmdastjóra safnaráðs, Þóru Björk Ólafsdóttur thora@safnarad.is, S: 534-2234
Úthlutunarreglur safnasjóðs má finna hér:
Verklagsreglur úthlutunar má finna hér:
Athugið: Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast í gegnum rafrænan umsóknavef safnasjóðs.
Innskráning fer fram í gegnum Íslykil eða með rafrænum skilríkjum, upplýsingar má finna hér: https://www.island.is/