Símenntunarstyrkir fyrir viðurkennd söfn
Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar.
Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert safn getur sótt um einn styrk af hvorri tegund og hámarksupphæð umsókna er 300.000 kr.
Símenntun fyrir starfsmenn safns
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sótt um einn verkefnastyrk af tegundinni Símenntun fyrir starfsmenn safns.
- Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota til að sækja formlega menntun (til dæmis með skipulögðum námskeiðum) eða til óformlegri námsferða, svo sem heimsókn á söfn hérlendis sem erlendis, eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til starfsmannaskipta safna.
- Hver styrkur er að hámarki 300.000 krónur.
Námskeið/fyrirlesarar
- Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sótt um einn verkefnastyrk af tegundinni Námskeið/fyrirlesarar.
- Þessi tegund styrks er hugsuð sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst stærri hóp safnamanna
- Hver styrkur er að hámarki 300.000 krónur.
Annað um símenntunarstyrki
- Nýta má styrki innanlands jafnt sem erlendis.
- Önnur nýting styrkja er einnig möguleg.
- Símenntunarstyrkina skal nýta fyrir árslok 2018.
- Sama umsóknareyðublað er fyrir báðar styrktegundir, merkt er við hvaða tegund er átt við.
Sótt er um símenntunarstyrk á umsóknavef safnaráðs: https://safnarad.is/umsoknavefur/
Umsóknarfrestur er til 16. október 2017.
Athugið að ef símenntunarstyrkur fæst, þarf að skila til safnaráðs skýrslu um nýtingu styrksins ásamt staðfestingu um að styrkurinn hafi verið nýttur í símenntun.
Verklag vegna úthlutunar úr safnasjóði má finna hér.
Nánari upplýsingar fást hjá Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra safnaráðs, í síma 534-2234 og í netfangi: thora@safnarad.is
Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015.