
Ný vefsíða safnaráðs á vefslóðinni www.safnarad.is opnaði 20. júlí með nýju og endurbættu útliti. Er nýja síðan aðgengilegri en áður og auðveldara að nálgast upplýsingar.
Hönnun síðunnar var í höndum Jóns Inga Stefánssonar vefhönnuðar og um vefritstjórn sá Margrét Sveinbjörnsdóttir hjá Brúarsmiðjunni.