Safnaráð minnir á að umsóknarfrestur í safnasjóð er út miðvikudaginn 7. desember 2016. Sótt er um í gegnum umsóknavef safnaráðs: https://www.safnarad.is/umsoknavefur-safnarads/opin-skil/
Á vefnum má finna leiðbeiningablað með umsóknum: https://www.safnarad.is/media/leidbeiningar/Umsoknavefur-safnarads—Leidbeiningar-utg2.pdf
NOKKRAR HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR:
- Í talnareitum er hægt að setja brot (sem dæmi í árlegri skýrslu safna ef að ársverk eru 5,3) en athugið: það fer eftir tungumálastillingum í vafra hvort eigi að nota kommu (5,3) eða punkt (5.3). Prófið ykkur áfram.
- Sumir notendur hafa verið í vandræðum að setja inn fylgiskjöl, sendið þau þá í tölvupósti til safnarad@safnarad.is
- Ef umsókn sendist oftar en einu sinni, verður nýjasta útgáfa notuð. Ef vafamál koma upp með hvaða útgáfu eigi að nota, hef ég samband.
- Vegna rekstrarstyrkjar: ef söfn hafa ekki fengið fjárhagsáætlun 2017 samþykkta, skal senda drög að fjárhagsáætlun. Þegar fjárhagsáætlun er samþykkt skal senda með tölvupósti hana til safnaráðs.
- Nokkrir notendur hafa unnið þannig að þeir geymi umsóknir í vafra og koma að þeim síðar og halda áfram (án þess að skrá sig inn aftur á Mínum síðum) – hefur borið á því að umsóknir vistist ekki, þrátt fyrir að ýtt sé á SAVE og guli glugginn komi upp
- ALLTAF SKAL BYRJA HVERJA LOTU Á ÞVÍ AÐ SKRÁ SIG INN Á MÍNAR SÍÐUR OG ENDA HVERJA LOTU Á ÞVÍ AÐ ÝTA Á SAVE!!!Er þetta afskaplega mikilvægt!
- Kannið á mínum síðum hvort umsóknir ykkar eru sendar, safnaráð sér EKKI vistaðar umsóknir, einungis sendar.
Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu safnaráðs.