Fræðslufundur safnaráðs

Verkefni, umsóknir og aðrir styrkir

Safnaráð boðar til fræðslufundar þann 3. október kl. 13:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns um umsóknir í safnasjóð, skilgreiningu verkefna og aðra styrki. Markmið fundarins er að efla þekkingu þeirra sem sækja um styrki í sjóðinn á fyrirkomulagi sjóðsins, hvernig skilgreina skuli verkefni og kynna  styrki Þróunarsjóðs EFTA á sviði menningarmála sem margar fyrirspurnir bárust um s.l. vor.

3. október frá 13:30 til 15:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands
Dagskrá: 
13:30 – Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs – Umsóknir í safnasjóð 2015

13:50 – Eiríkur Stephensen, sérfræðingur á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís: Um skilgreind verkefni

14:20 – Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneyti: Þróunarsjóður EFTA og menningarsamstarf

14:50 – Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri: Að horfa út fyrir sjóndeildarhringinn. Samstarf safna á norður- og austurlandi við Norður Noreg.
Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og þá tekur við aðalfundur FÍSOS.
Allir áhugamenn um styrkumsóknir eru hvattir til að mæta.