I. Markmið fundarins
Markmið fundarins er að leita umsagnar hjá safnmönnum um lykilspurningar varðandi framtíðarskipan safnamála í landinu í anda nýrra safnalaga. Mikilvægt er að fá skoðun og tillögur að áherslum og útfærslu frá hópnum. Markmiðið með fundinum er ekki síður að vinna í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila og sammælast um niðurstöðu sem tekur tillit til ólíkra sjónarmiða. Þannig má stuðla að því að safnaráð og söfnin uppfylli hlutverk sitt og sýn.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru beðnir um að skrá sig fyrir 23. september með því að senda póst á safnarad@safnarad.is
II. Dagkrá og verklag fundarins
kl 13:00 – 13:30 Kynning
Formaður setur fundinn og fer yfir tilgang fundarins
Ráðgjafi frá Capacent kynnir vinnulag og leikreglur á fundinum
Kl 13:30- 16:00: Hópavinna og umræður
Kl 16:00 – 16:50: Kynning á niðurstöðum
Kl 16:50 – 17:00: Samantekt og næstu skref
III. Ramminn um umræðuna
Til að umræðan skili sem mestu og verði skilvirk verður áhersla á þrjá þætti;
· Stefna og framtíðarsýn
· Skipulag og stjórnun
· Einstaklingar meðal hagsmunaaðila
1. Stefna og framtíðarsýn
Marka þarf stefnu safnaráðs um safnastarf í landinu og þær áherslur og forgangsverkefni sem unnið er að og þá ímynd sem á að byggja upp út í samfélaginu. Lykilspurningar fyrir stefnu og framtíðarsýn eru því þessar:
- Hvert er hlutverk safna og hver á birtingamynd þess hlutverks að vera í samfélaginu?
- Hver eru stefnumarkandi forgangsverkefni í safnastarfi á íslandi – hvað skiptir mestu máli?
2. Skipulag og stjórnun
Skipulag og umgjörð um starfsemi safna verður að vera gegnsæ og skilvirk. Tryggja verður að söfn hér á landi hafi burði til að framfylgja stefnunni í sátt og samlyndi við hagsmunaaðila auk þess sem mikilvægt er að verkaskipting sé skýr og öllum kunn, miðlun upplýsinga markviss og úthlutun fjármagns gegnsæ. Lykilspurningar fyrir skipulag og stjórnun eru því þessar:
- Markmið safnalaga er að auka fagmennsku í safnastarfi og leggur til flokkun safna í þeim tilgangi. Hversu líklegt er að því markmiði verði náð með þessu fyrirkomulagi?
- Hvaða form af stjórnskipulagi í rekstri einstakra safna mætir best markmiði safnalag? Helstu kostir og gallar við ólík form skipulags?
- Hvert eiga þeir sem ekki ná marki viðurkenningar að stefna? Hver eiga tengslin að vera milli þeirra og viðurkenndra safna?
3. Einstaklingar meðal hagsmunaðila
Fjölmargir einstaklingar standa á bak við rekstur safna. Innan þessa hóps þarf að ríkja tiltekinn samhljómur um stefnu og áherslur auk þess sem mikilvægt er að hópurinn sammælist um hvernig hlutverki safna gagnvart „neytendum“ er uppfyllt og hvaða áherslur eru þar. Í því ljósi eru lykilspurningar fyrir hagsmunaaðila þessar:
- Hvernig má tryggja þekkingu sem forsendu fagslegs starfs í söfnum?
- Hvaða gildi, viðhorf og menning á að einkenna hegðun og samskipti?
- Hvernig á ímynd safna og safnastarfs í samfélaginu að vera ?
Gögn sem gagnlegt er að skoða:
- Menningarstefna ríkisins
- Safnalög 141/2011
- Athugasemdir við frumvarp til safnalaga
- Skýrsla ríkisendurskoðunar um íslensk muna- og minjasöfn frá 2009
- Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu
- Meistararitgerð í safnafræði – Talnasafn e. Þóru Björk Ólafsdóttur
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru beðnir um að skrá sig fyrir 23. september með því að senda póst á safnarad@safnarad.is