Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2025

Opnað hefur verið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2025 og er skilafrestur þann 15. október næstkomandi.

Árleg skýrslu viðurkenndra safna til safnaráðs er hluti af eftirliti safnaráðs með rekstri safns. Upplýsingar úr þessum skýrslum eru birtar m.a. í Ársskýrslum safnaráðs, auk þess sem safnað er upplýsingum fyrir Hagstofu Íslands sem þau birta á sínum vef.

  • Gögn sem safn þarf að skila með Árlegri skýrslu viðurkenndra safna:
    • Ársreikningur safns
    • Ársskýrsla safns
    • Viðbragsðáætlun safns
  • Þau atriði sem eru skoðuð sérstaklega við eftirlit eru þessi:
    • Rekstur safnsins
    • Upplýsingar um gesti safns
    • Miðlun
    • Rannsóknir
    • Samstarfsverkefni
    • Móttaka skólanema
    • Uppfærðar viðbragðsáætlanir

Viðbragðsáætlanir fyrir safnkost

Ísland hefur staðfest Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka. Aðilar að samningnum eru skuldbundnir til að vernda menningarverðmæti ef til vopnaðra átaka kemur en jafnframt vinna forvarnarstarf á friðartímum, t.d. með skráningu á menningarverðmætum og gerð áhættumats og viðbragðsáætlana.

Viðurkennd söfn eiga að gera viðbragðsáætlanir og hefur Safnaráð staðið fyrir námskeiðum fyrir söfnin þar sem þau gera viðbragðsáætlun. Ef safn hefur setið námskeiðið þarf safn að skila viðbraðgsáætlun eða drögum að viðbragðsáætlun í fylgigögnum í Árlegri skýrslu safnaráðs. Sjá nánar á vef safnaráðs hér

    Hagstofan og talnasöfnun um starfsemi viðurkenndra safna

    Safnaráð er í samstarfi við Hagstofu Íslands og sinnir talnasöfnun um starfsemi viðurkenndra safna með upplýsingum úr Árlegu skýrslunni, því munu viðurkennd söfn ekki þurfa að skila til Hagstofunnar sérstakri skýrslu. Hagstofan safnar tölulegum upplýsingum um íslenskt samfélag og má finna birtar upplýsingar um starfsemi safna hér.