
Úthlutunarboð Safnaráðs verður haldið í Myndasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 14. febrúar kl.16-17. Logi Einarsson, menningarráðherra mun úthluta styrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs við hátíðlega athöfn. Úthlutunarboðið er í beinu framhaldi af ársfundi Höfuðsafnanna og Safnaráðs sem hefst fyrr eða kl.14:00-16:00 í Þjóðminjasafni Íslands.
Á fundi safnaráðs í desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2025 sem send var til menningarráðherra til samþykktar, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum.