Safnablaðið Kvistur er komið út og fagnar um leið 10 ára stórafmæli en fyrsta Kvist blaðið kom út árið 2014. Blaðið er mikilvægur hluti af safnastarfi í landinu og styrkir fagsvið safna en jafnframt veitir það fólki innsýn í marlaga hliðar safnastarfsins.
Efnistökin eru líkt og undanfarin ár fjölbreytt og er þar að finna áhugaverðar greinar þar sem má meðal annars fá innsýn inn í störf safnafólks, greinar sem byggja á lokaverkefnum nemenda í safnafræði, sýningarýni og frásagnir af ólíkum verkefnum safnafólks. Sérstök áhersla er einnig lögð á viðbragðsáætlarnagerð safna vegna hamfara eða annarskonar vá.
Ritstjóri blaðsins er Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir og í ritstjórn sitja Birna María Ásgeirsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir. Hægt er að kaupa Kvist í Bóksölu stúdenta, eða með því að hafa samband við ritstjórn.
FÍSOS gefur út safnablaðsins Kvists og hægt er að skoða eintök eldri en eins árs hér.