Safnaráð er flutt í nýtt húsnæði í Austurstræti

Undanfarin sjö ár hefur skrifstofa Safnaráðs verið til húsa að Lækjargötu 3 í Gimli sem er friðlýst hús byggt  árið 1905. Starfsfólk Safnaráðs kveður litla kastalann í Lækjargötu að sinni og þökkum fyrir góðar stundir á liðnum árum.

Nú hefur Safnaráð aðsetur í Austurstræti 5 á fjórðu hæð. Skrifstofa safnaráðs verður þar áfram í góðra vina hóp annarra stofnanna, þar á meðal eru: Listahátíð í Reykjavík, Miðstöð íslenskra bókmennta, Sviðslistamiðstöð Íslands, List fyrir alla og Myndlistarmiðstöð.

Við hlökkum að taka á móti safnafólki og öðrum gestum í nýju húsnæði.