Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf

 

Samkvæmt safnalögum er eitt hlutverk safnaráðs að vinna að Stefnumörkun um safnastarf sem var unninn í samstarfi við höfuðsöfnin og samþykkt af ráðherra 2020. Þetta var fyrsta útgefna stefnumörkunin um safnastarf sem er samþykkt af ráðherra og kynnt fyrir ríkisstjórn og nýtist til að skilgreina verkefni og ná utan um ábyrgð safna, eigenda þeirra og eftirlitsaðila. Í kjölfarið var hafist handa við framkvæmda hlutann eða Aðgerðaráætlunina.

Í Aðgerðaráætlunin, líkt og í stefnumörkuninni, var haft ítarlegt samráð við hagaðila, bæði með fundarhöldum, kynningum undir verkstjórn Jóhönnu Símonardóttir frá ráðgjafarfyrirtækisins Sjá. Undirbúningurinn að aðgerðaráætluninni hófst með vinnustofu í farskóla FÍSOS í október 2021 á Stykkishólmi. Á haustmánuðum 2022 var skipaður starfshópur til að vinna frekar að aðgerðaráætluninni en starfshópurinn skipaði átta manns; fulltrúar höfuðsafna og viðurkenndra safna auk fulltrúa safnaráðs. Lögð var áhersla á að aðgerðirnar myndu endurspegla sjö meginmarkmið Stefnumörkunar um safnastarf.

Þessari aðgerðaráætlun er ætlað að styðja við Stefnumörkun um safnastarf en einnig við aðgerðaráætlun Menningarsóknar, aðgerðaráætlunar Menningarstefnu Íslands.

Aðgerðaráætluninn var tilbúin á vormánuðum 2023 og kynnt fyrir ráðherra þann 19. júní sama ár við góðar undirtektir. Gildistími þessarar fyrstu aðgerðaráætlunar er 2023-2026. Að þeim tíma liðnum verður hún endurskoðuð og ný aðgerðaráætlun unnin.

Megin aðgerðirnar í áætluninni eru sex

Í aðgerðaráætluninni eru sex megin aðgerðir sem vinna að markmiðum stefnunnar og leggja jafnframt línurnar um áherslumál til næstu þriggja ára. Gildistími þessarar fyrstu aðgerðaráætlunar er 2023-2026. Að þeim tíma liðnum verður hún endurskoðuð og ný aðgerðaráætlun unnin. Undiraðgerðir eru aðgerðir sem eru undir megin aðgerðunum og geta verið frá 2-5 atriði við hverja aðgerða.

Hér er stiklað á stóru í aðgerðunum:

  1. Söfn fyrir öll – kynning á safnastarfi

Í fyrstu aðgerðinni er fjallað um mikilvægi þess að huga að jöfnu aðgengi allra að menningar- og náttúruarfinum. Lögð er áherslu á að söfn eru fyrir öll, eru inngildandi og endurspegla fjölmenningu í landinu. Söfn eru hvött til að vera sýnileg, efla tengsl við nærsamfélagið um málefni líðandi stundar. Eins að huga að samvinnu innlendra og alþjóðlega stofnanna – eins verður unnið markvisst að kynningarmálum safna í sameiginlegri áætlum og samstarfi við helstu hagaðila.

  1. Efling innviða

Safnaráð eru mikilvægur hlekkur í menningarstjórnsýslu landsins. Efling innviða felst í að styrkja safnastarfið í landinu. Þar er eftirlitshlutverk safnaráðs mikilvægt tæki til að auka samvinnu og styðja við faglegt safnastarf, skerpa á ábyrgð eigenda við söfn með eigendastefnu safna. Skýr eigendastefna ásamt öflugu eftirliti safnaráðs eykur gæði í safnastarfi.

  1. Faglegt starf – undirstaða verndunar menningar- og náttúruarfs

Stefnur safna þurfa að endurspegla hvernig faglegt starf safnsins er unnið. Huga verði að framtíðarskráningarkerfi safna á Íslandi og tryggja að söfn hafi sérhæfð varðveislurými og jafnvel skoða samvinnu um varðveislurými. Lögð verður áhersla á að skrá og rannsaka safnkost, sér í lagi þá sem gætu talist í hættu t.d. af völdum loftslags- og náttúruvár og forgangsraða því sem skal verja.

  1. Varðveisla þekkingar og samstarf safna

Fagkunnátta á ýmsum sviðum í safnastarfi er mikil og kjörið að deila þeirri þekkingu sem verður til í starfinu. Þekkingargátt sem er vefsvæði þar sem hægt er að deila handbókum og fróðleik og gæti orðið að öflugu tæki til að samnýta þá reynslu og þekkingu sem verður til í safnastarfi.

  1. Fræðsluhlutverk safna

Hefð er fyrir öflugu fræðslustarfi safna í samstarfi við öll stig menntakerfisins. Leita þarf leiða til að efla fræðslustarfið enn frekar með áherslu á að auka vægi náttúru- og menningararfsins í menntun. T.d. að efla tengsl við háskóla- og fræðasamfélagið með góðu aðgengi að safnkosti og sameiginlegum rannsóknum, starfsnámi og aðkomu að kennslu.

  1. Þekkingarsköpun á söfnum og fræðastörf

Öll þekkingarsköpun er grunnur að fræðilegu rannsóknarstarfi. Einn af grundvallarþáttum í starfi safna eru rannsóknir og miðlun á niðurstöðum þeirra. Þá er mikilvægt að auðvelda aðgang að frumgögnum til að styðja við rannsóknarstarf og tryggja að varðveisla frumgagna og skráning sé í samræmi við kröfur skráningar staðla. Samstarf við háskólana og fræðasamfélagið um rannsóknir, starfsnám og verkefni er hagur allra aðila og skilar nýrri þekkingu.

 

Sumar aðgerðirnar hafa víða skírskotun í stefnumörkuninni en svo eru margar aðgerðir í framkvæmd nú þegar – en mikilvægt er að draga fram það góða starf sem er þegar unnið í söfnum og ekki ástæða til að finna endilega upp ný verkefni, en lyfta upp og hlúa að þeim  verkefnum sem nú þegar eru til staðar.

Samfélagslegt hlutverk safna er í brennidepli um þessar mundir. Söfn eru fyrir alla og allir hópar samfélagsins eiga að upplifa sig velkomna á söfnum bæði sem virkir þátttakendur og gestir. Skýr stefna, bæði hjá söfnum og stjórnvöldum, er ein af forsendum þess að hlutverk safna, markmið þeirra í rekstri og víðtæk áhrif safna í samfélaginu séu sýnileg.

Aðgerðaráætlunin var kynnt á Ársfundi höfuðstaðanna þann 23. janúar 2024. Hér er hægt að horfa á Ársfundinn og kynningu Þóru Bjarkar Ólafsdóttur, framkvæmdarstjóra Safnaráðs, á aðgerðaráætluninni.

 

Aðgerðaráætlunin er aðgengileg öllum á heimasíðu safnaráðs hér