Aðalúthlutun 2023

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023

Á fundi safnaráðs þann 14. desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2023 sem send var menningarráðherra til samþykktar, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum.

Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 er 153.010.000 kr.

Hefur því alls verið úthlutað 209.510.000 krónum úr safnasjóði árið 2023 með Öndvegisúthlutunum frá 21-23 og 22-24.

 

Styrkir til eins árs voru 101 talsins að heildarupphæð 136.510.000 kr. til 50 styrkþega.

Öndvegisstyrkir 2023-2025 til viðurkenndra safna voru fimm talsins og skiptast svo: fyrir árið 2023 kr. 16.500.000, fyrir árið 2024 kr. 21.500.000 og fyrir árið 2025 kr. 11.500.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 49.500.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2024 og 2025 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.

Í aðalúthlutun safnasjóðs 2023 bárust sjóðnum alls 155 umsóknir frá 50 aðilum, frá 47 viðurkenndum söfnum, tveimur félagasamtökum og einum einstaklingi. 143 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 258.491.662 kr. og 12 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð 137.650.000 kr. fyrir allan styrktímann 2023 – 2025 og fyrir árið 2023 43.830.000 kr.