Breyting á sóttvarnarreglum
Eins og safnmenn hafa eflaust tekið eftir, er mikil aukning á smitum í samfélaginu. Hertar reglur hafa því tekið gildi til 8. desember.
- Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
- Nálægðartakmörkun er almennt 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin.
- Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhafa 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin.
Söfn þurfa einnig að:
- Tryggja aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa.
- Sinna þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er.
- Minna almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.
Nýja reglugerð nr. 1250/2021 má sjá hér
Frétt af vef Stjórnarráðsins má sjá hér