Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur upplýst safnaráð um að Sæheimar (eða Náttúrugripasafnið eins og það er kallað frá 31. október 2019) hafi verið fellt undir rekstur Sagnheima – Byggðasafns Vestmannaeyja. Einnig hefur verið sú breyting á, að Vestmannaeyjabær hefur tekið yfir rekstur safnsins af Þekkingarsetri Vestmannaeyja.
Þar sem Sæheimar var viðurkennt safn og heyrir nú undir Sagnheima, sem einnig er viðurkennt, fellur viðurkenning Sæheima því niður og gildir þá núverandi viðurkenning Sagnheima yfir bæði söfnin.