Safnaráð hefur áður tilkynnt til styrkþega að hægt sé að óska eftir fresti á nýtingu styrkja ef verkefnin frestast/falla niður vegna COVID-19
FRESTUR: Styrkverkefni sem frestast vegna COVID-19, fá það nánast í öllum tilfellum samþykkt. Eingöngu þarf að óska þess með tölvupósti til thora@safnarad.is með upplýsingum hvenær styrkurinn verður nýttur. T.d. Er þá hægt að nýta styrki til Farskóla 2020 til Farskólans 2021 ef þið viljið. Þumalputtareglan er að styrkurinn gæti frestast um allt að eitt ár.
Á þetta við bæði styrki úr aðalúthlutun 2019 og 2020 og aukaúthlutun 2019.
BREYTING Á NÝTINGU STYRKS: Einnig er hægt að óska eftir breytingu á nýtingu styrks, ef ný styrknýting samræmist reglum um styrkinn, eru líkur á að það fáist samþykkt. Ef safnið vill fara þá leið, skal senda póst á thora@safnarad.is um hvernig styrkurinn verður nýttur og láta sömu upplýsingar fylgja með í póstinum og óskað er eftir í umsóknareyðublaðinu.
Á þetta sérstaklega við styrki úr aukaúthlutun 2019 (símenntunarstyrkir) og fást þær óskir flestar samþykktar, ef skilyrði eru uppfyllt. Vegna styrkja úr aðalúthlutun 2019 og 2020 þarf ítarlegri rökstuðning og verður tekið fyrir á safnaráðsfundi.
Athugið að allar styrkveitingar úr flýttri aukaúthlutun 2020 (frá júní 2020) þarf að nýta á árinu 2020 – ætlast er til að þeir styrkir séu stuðningur vegna COVID-19 fyrir árið 2020 og ekki er hægt að fá frest á nýtingu þeirra styrkja.