Safnaráði er samkvæmt safnalögum 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlitið er þríþætt: a) Eftirlit með rekstri safns. Með yfirferð yfir árlega skýrslu safna til safnaráðs.b) Eftirlit með húsakosti safnsins, aðbúnaði safnkosts, varðveislu gripa og öryggismálum. Með þessu eyðublaði safna og úttekt forvarða á staðnum.c) Eftirlit með skráningu gripa og aðgengi að safnkosti, sýningum. Með úttekt sérfræðinga á staðnum og á gögnum eftir þörfum.
B) lið eftirlitsins er framfylgt með eyðublaði safna sem þau skila til safnaráðs. Eyðublaðinu er skipt í tvo kafla, hluta 1, þar sem spurt er um ástand geymslna safnsins og hluta 2, þar sem spurt er um ástand sýningarrýmis safnsins.
Söfn fá tilkynningu um eftirlit safnaráðs með a.m.k.4 mánaða fyrirvara og nú í september 2016 hafa 16 viðurkennd söfn af 45 fengið tilkynningu um eftirlitið. Gert er ráð fyrir því að öll viðurkennd söfn fái tilkynningu um þetta eftirlit á næstu tveimur árum. Þurfa því söfn ekki að skila þessu eyðublaði til safnaráðs fyrr en þau eru kölluð til eftirlits.
Nánari upplýsingar um eftirlitið má finna undir liðnum viðurkennd söfn, slóð: https://www.safnarad.is/vidurkennd/eftirlit-med-vidurkenndum-sofnum/
Einnig má sjá skýringarmynd af eftirlitinu hér
Hlutverk safnaráðs | Hlutverk safnsins | |
Safni verður tilkynnt um eftirlitið u.þ.b. 4 mánuðum fyrir eftirlitið og eyðublaðið og fylgiskjöl eru send til þeirra | Safnið staðfestir móttöku póstsins | |
6 vikum fyrir skil er eyðublað aftur sent út með leiðbeiningum og tilkynnt að frestur renni út eftir 6 vikur | Safnið fyllir út eyðublaðið og tekur myndir | |
Safnaráð staðfestir móttöku póstsins | Safnið sendir safnaráði gögnin | |
Forvörður á vegum safnaráðs fer yfir eyðublaðið, metur stöðuna, tekur saman aðalatriðin og gerir tillögur um úrbætur og forgang þeirra | ||
Safnaráð sendir safninu niðurstöðurnar innan fjögurra mánaða frá skilafrest safnsins: mat á ástandi í safninu og tillögur um aðgerðaáætlun | Safnið fær frest til að gera úrbætur (úrbætur sem eru ekki kostnaðarsamar: 3-6 mánuðir. Úrbætur sem kosta : 12 mánuðir, eða eftir samkomulagi við eftirlitsaðila og safnaráð) | |
Safnið sendir skýrslu til safnaráðs um að úrbótum er lokið innan tímaramma | ||
Ef safn hefur ekki skilað skýrslu um úrbætur sendir safnaráð fyrirspurn um stöðuna | ||
Innan 2 ára frá tilkynningu um eftirlit sendir safnaráð forvörð í eftirlitsferð. |
Viðurkennd söfn munu á næstu misserum fá hvert af öðru tilkynningu um eftirlitið, en eins og segir í verklaginu fær safn tilkynninguna senda að minnsta kosti 4 mánuðum fyrir skil safnsins. Eru söfn þó hvött til að kynna sér eyðublaðið vel, því líta má á eyðublaðið sem ágætis gátlista um þau atriði sem viðurkennd söfn þurfa að hafa í lagi. Nánari upplýsingar má finna hér: https://www.safnarad.is/vidurkennd/eftirlit-med-vidurkenndum-sofnum/
Eyðublöðum má hlaða niður hér:
(DOC skjal)Hluti 1 – geymslur
(DOC skjal)Hluti 2 – sýningarrými