Safnaráð vekur athygli á ákvörðun 163. safnaráðsfundar, 20. júní 2017:
Vegna úthlutunar úr safnasjóði 2018 þá samþykkti safnaráð eftirfarandi tímalínu fyrir umsóknarferli í safnasjóð 2018, með þeim fyrirvara þó að dagsetningar geti hnikað til um nokkra daga:
- Opnað verður fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017
- Lokafrestur fyrir umsóknir 15. nóvember 2017
- Matsnefnd fær umsóknir til skoðunar 1. desember 2017
- Fyrsti fundur matsnefndar í síðasta lagi 10. janúar 2018
- Úthlutunarfundur matsnefndar safnaráðs 25. janúar 2018
- Tillaga matsnefndar send til ráðherra fyrir 1. febrúar 2018