Útgáfa nýrrar Safnastefnu á sviði menningarminja (Þjóðminjasafn Íslands 2017) og eftirfylgni hennar í samstarfi við safnaráð miðar að því að stuðla að enn frekari framgangi safnastarfs og fagmennsku á sviði menningarminjasafna.
Safnastefnan var unnin með þátttöku viðurkenndra minjasafna á Íslandi og í samráði við starfsmenn safnanna og fulltrúa eigenda þeirra á öllu landinu. Í stefnunni eru sett fram sex markmið og leiðir til árangurs í safnastarfi.
Ritstjóri Safnastefnunnar: Anna Lísa Rúnarsdóttir. Í ritnefnd sátu: Berghildur Fanney Hauksdóttir, Björn Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, Jón Jónsson, Linda Ásdísardóttir og Sigríður Sigurðardóttir.