Safnaráð hefur ráðið Ágústu Kristófersdóttur í stöðu framkvæmdastjóra ráðsins.
Ágústa er með BA próf í sagnfræði og listfræði og leggur nú stund á meistaranám í safnafræði. Hún hefur víðtæka reynslu af safnastarfi og hefur starfað á þeim vettvangi síðan 1993. Fyrst hjá Minjasafni Reykjavíkur, Árbæjarsafni en síðan sem deildarstjóri sýningardeildar í Listasafni Reykjavíkur og sýningarstjóri í Þjóðminjasafni Íslands. Hún hefur einnig starfað að félagsmálum safnmanna og var formaður FÍSOS Félags íslenskra safna og safnmanna frá 2007-2009.
Ágústa hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra safnaráðs með hléum frá árinu 2010 í afleysingum.
Alls sóttu 44 um stöðuna. Umsjón með ráðningarferlinu var í höndum Capacent en endanleg ákvörðun um ráðningu var tekin á fundi safnaráðs.