Fundargerð 87. fundar safnaráðs – aukafundar

14. október 2009, kl. 15:00 – 16:00, Setbergi, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, AlmaDís Kristinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1. Bruun Rasmussen – útflutningur menningarverðmæta í söluskyni. Farið var yfir umsóknir sjö eigenda sem óska eftir því að flytja menningarverðmæti úr landi í söluskyni á uppboð hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen. Í ljósi umsagna sérfræðinga um málið var samþykkt að heimila útflutning minjanna í öllum tilfellum.

2. Næsti fundur er áætlaður skv. fundaáætlun 2009, fimmtudaginn 29. október n.k., kl. 15-17.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:00/RH