Fundargerð 77. fundar safnaráðs – úthlutunarfundar 2009

12. febrúar 2009, kl. 12:00 – 17:00, Setbergi, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Sveinn Kristinsson, AlmaDís Kristinsdóttir, Júlíana Gottskálksdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

  

1. Gerð var lítilsháttar breyting við fundargerð 76. fundar. Fundargerðin verður samþykkt og undirrituð á næsta fundi.

2. Úthlutun úr safnasjóði 2009.

Fjallað var um umsóknir í safnasjóð 2009. Samþykkt var tillaga að úthlutun 2009. Tillagan byggir á nýrri reikniaðferð safnaráðs við útreikning rekstrarstyrkja, sem ákvörðuð var snemma árs 2008, en úthlutað var einnig með hliðsjón af hinni nýju aðferð á því ári.

Miðað var við umfang launakostnaðar í rekstri safna við útreikning rekstrarstyrks. Samþykkt var að veita rekstrarstyrkjum í tveimur flokkum, eftir heildarlaunakostnaði safns. Söfn með launakostnað undir 9.675.000 kr. hljóti 1,6 millj. í rekstrarstyrk. Söfn með launakostnað  9.675.000 og yfir hljóti 2,35 millj. í rekstrarstyrk. Við úthlutun var tekið til greina svar menntamálaráðuneytis til safnaráðs hvað varðar styrki til safna sem hljóta aukastyrki á fjárlögum 2009 til rekstrar eða verkefna. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að þar sem safnaráð hafi ekki auglýst sérstaklega eða kynnt að slíknir styrkir verði teknir til greina við úthlutun 2009 væri slíkt ekki mögulegt í þessari úthlutun. Samþykkt var að veita söfnum með gilda þjónustusamninga um þjónustu á sviði faglegs safnastarfs við setur/sýningar/stofnanir í safnastarfi, sem hafa miðlun menningararfs að meginmarkmiði , 100 þús. kr. hækkun á rekstrarstyrk fyrir hvern gildan samning. Samþykktir voru verkefnastyrkir til nokkurra safna. Rætt var um mikilvægi þess að auka vægi verkefnastyrkja í úthlutun. ADK og SK véku af fundi meðan styrkveitingar til safna sem þau tengjast voru ræddar.

Framkvæmdastjóra var falið að yfirfara tillöguna vandlega. Var samþykkt úthlutun í framhaldi staðfest rafrænt af safnaráði þann 19. febrúar 2009.

Samþykkt var að veita styrkhæfum söfnum skv. 4. gr. safnalaga styrki til að auðvelda söfnunum að senda fulltrúa á Endurmenntunarnámskeið safnmanna á vegum Félags íslenskra safna og safnmanna og Endurmenntunar Háskóla Íslands, dagana 16. og 17. mars 2009. Söfn á stórö-höfuðborgarsvæðinu verða styrkt um 10.000 kr. á safn. Söfn á landsbyggðinni verða styrkt um 20.000 kr. á safn. Sótt verði um styrkinn með bréfi til safnaráðs, bréfinu fylgi staðfesting á greiðslu námskeiðsgjalds fyrir fulltrúa safnsins.

3. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur var ákvarðaður skv. fundaáætlun 26. febrúar n.k.  

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 17:00/RH