Fundargerð 82. fundar safnaráðs

15. júní 2009, kl. 15:00 – 17:30, Setbergi, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, AlmaDís Kristinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1. Fundargerðir 80. og 81. fundar voru samþykktar og undirritaðar.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Dreifimiði fyrir inn- og útflutning menningarverðmæta. Dreifimiðinn er í vinnslu, hönnuður vinnur að hönnun miðans. Umbeðnar upplýsingar vegna styrkveitinga 2009 úr safnasjóði hafa borist frá flestum, eða 12 af 14, söfnum sem beðin voru um að skila inn viðbótarupplýsingum áður en til afgreiðslu rekstrarstyrks kæmi.  Styrkir vegna Endurmenntunarnámskeiðs safnmanna 2009. Nokkur söfn hafa óskað eftir styrk vegna Endurmenntunarnámskeiðs safnmanna 2009, en styrkir vegna námskeiðsins verða greiddir söfnum gegn umsóknum skv. ákvörðun safnaráðs á 77. fundi þann 12. febrúar 2009.  Ráðstefna um safnafræði 23. maí 2009. Ráðstefna um safnafræði, sem haldin var á vegum safnafræðiskorar við Háskóla Íslands, gekk vel. MH (formaður), ADK, HT og frkv.stj. fluttu erindi á ráðstefnunni. Höfundarréttarmál safna. Rætt var um bága stöðu höfundarréttarmála á sviði safnastarfs, en höfundarréttarlöggjöfin setur töluverðar hindranir á nýtingu myndefnis af söfnum í fræðsluskyni. Líkur eru á að safnaráð muni fá að tilnefna fulltrúa sinn í höfundarréttarráð menntamálaráðuneytis. Málefni Byggðasafnsins að Görðum, Akranesi – biðstaða. Bæjarstjóri Akraness hefur tilkynnt um að fyrirhuguð útvistun Byggðasafns Akraness til einkafyrirtækis hafi verið sett á bið. Varðveisla og öryggi safngripa á landsvísu – samráðsverkefni. Í samræmi við ákvörðun safnaráðs hefur frkv.stj. kallað saman starfshóp sem halda mun utan um samráðsverkefni um úttekt og stefnu hvað varðar varðveisluhúsnæði og aðstöðu safna til varðveislu. Samræmd safngestakönnun – samráðsverkefni. Í samræmi við ákvörðun safnaráðs hefur frkv.stj. skipað starfshóp sem halda mun utan um samráðsverkefni um samræmda safngestakönnun á íslenskum söfnum. Íslenski safnadagurinn 2009. Safnaráð heldur utan um kynningu Íslenska safnadagsins sem fyrri ár. Í ár kemur dagurinn niður á sunnudaginn 12. júlí. Kynning verður sambærileg og síðustu ár, með opnu-auglýsingu í Morgunblaðinu og fréttatilkynningum í útvarpi. Coventry-kirkjugler í Áskirkju, Reykjavík og Akureyrarkirkju. Í frh. af ábendingu til þjóðminjavarðar var samþykkt að leita umsagna um innflutning kirkjuglersins. Spjöll á menningarlandslagi og nánasta umhverfi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga. Á þverfaglegum fundi sem boðaður var af fulltrúaráði LSÓ og haldinn í safninu þann 15. júní 2009 komu saman fulltrúar náttúru- og minjaverndar, fulltrúar safnamála (þar á meðal formaður og frkv.stj. safnaráðs), fulltrúar Reykjavíkurborgar og fulltrúar ríkis. Á fundinum var fjallað um spjöll sem unnin hafa verið á menningarlandslagi og nánasta umhverfi Listasafns Sigurjóns Ólafssonar af eiganda húseignar nr. 65 á Laugarnestanga.  Safnaráð samþykkti ályktun vegna málsins (sjá meðf.).

3. Þróun styrkveitinga úr safnasjóði – úthlutunarreglur safnasjóðs endurskoðaðar. Samþykkt var að setja verklagsreglur fyrir nýtingu styrkja inn í úthlutunarreglur. Skilagreinar vegna eftirlits með nýtingu styrkja verði á rafrænu formi. Leitað verður eftir tilboði vegna þessa hjá EC-hugbúnaði. Endurskoðaðar úthlutunarreglur verði yfirfarnar á næsta fundi. Samþykkt voru drög að auglýsingu vegna styrkveitinga úr safnasjóði 2010.

4. Stjórnsýsluúttekt á fjárveitingum ríkisins til muna- og minjasafna sem ekki eru í eigu ríkisins. Í framhaldi af ósk safnaráðs á athugun Ríkisendurskoðunar á fjárveitingum til safnamála á fjárlögum (sbr. fundargerð 73. safnaráðsfundar, 1. september 2008) hefur Ríkisendurskoðun hafið stjórnsýsluúttekt á fjárveitingum ríkisins til stofnana í safnastarfi, sem ekki eru í eigu ríkisins. Frkv.stj. og formaður hafa hitt fulltrúa Ríkisendurskoðunar á fundum og veitt ítarlegar upplýsingar um málið. Safnaráð fagnar þessum áfanga og telur hann mikilvægt skref í þá átt að faglegum viðmiðum verði í auknum mæli beitt við ákvarðanir um fjárveitingar ríkisins til safnamála. Hefur ráðið talið of stóran hlut fjármagns til safnamála vera veittan framhjá safnaráði/safnasjóði, án áherslu á faglega umfjöllun, forgangsröðun og eftirlit. Safnaráð fjallaði um efni skýrslunnar og umfjöllun safnmanna og fjölmiðla í kjölfarið. Samþykkt voru drög að verklagsreglum safnaráðs vegna eftirlits með nýtingu styrkja úr safnasjóði og að reglurnar yrðu hluti af úthlutunarreglum safnaráðs.

5. Rafrænt umsóknareyðublað vegna umsókna í safnasjóð. Farið var yfir tilboð frá EC-hugbúnaði vegna rafræns umsóknareyðublaðs fyrir umsóknir í safnasjóð með möguleika á tölfræðilegri úttekt á umsóknum. Tilboðið var samþykkt.

6. Altaristafla Möðruvallakirkju í Eyjafjarðarsveit. Farið var yfir feril málsins frá fundi safnaráðs þann 13. maí sl., en safnaráð samþykkti á þeim fundi að stöðva útflutning altaristöflunnar tímabundið með vísan til 4. gr. laga nr. 105/2001 og óska eftir afstöðu menntamálaráðuneytis um málið. Lagt var fram afrit af undirskriftalista sóknarbarna  Möðrukirkju til mótmæla vegna fyrirhugaðrar sölu altaristöflu kirkjunnar.

7. Beiðni um aðkomu og fjárframlag safnaráðs að ICOM-CECA ráðstefnu á Íslandi í október 2009. Erindið var samþykkt.

8. Starfshópur um menningarstefnu í mannvirkjagerð – ábendingar um forgangsröðun óskast. Safnaráði barst erindi frá menntamálaráðuneyti þar sem óskað var tillagna um forgangsröðun verkefna sem skilgreind eru í menningarstefnu í mannvirkjagerð. Safnaráð óskaði umsagna frá Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands. Samþykkt var tillaga safnaráðs, byggð á umsögnum.

9. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur er áætlaður skv. fundaáætlun 2009, fimmtudaginn 27. ágúst n.k. Samþykkt var að fresta vettvangsferð fram í september.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 17:30/RH

Fylgiskjal: