Fundargerð 83. fundar safnaráðs – aukafundar
18. ágúst 2009, kl. 14:00 – 16:00, Setbergi, Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, AlmaDís Kristinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.
1. Ný gjaldskrá Myndstefs vegna höfundarréttar myndverka. Safnaráði hefur borist erindi frá menntamálaráðuneyti, dags. 9. júlí 2009, þar sem óskað er umsagnar safnaráðs vegna nýrrar gjaldskrár Myndstefs vegna höfundarréttar myndverka. Safnaráð fékk frest til 19. ágúst til að skila umsögn um málið og var því boðað til aukafundar. Safnaráð fjallaði um erindið og hina nýju gjaldskrá og samþykkti umsögn (sjá meðf.).
2. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur er áætlaður skv. fundaáætlun 2009, fimmtudaginn 27. ágúst n.k.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:00/RH