Fundargerð 53. fundar Safnaráðs, 2. nóvember 2006, kl. 11:30-13:00, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík
Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Karl Rúnar Þórsson, Anna Guðný Ásgeirsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1.      Gerðar voru athugasemdir við fundargerð 52. fundar.  Fundargerðin verður undirrituð á næsta fundi.

2.      Skýrsla framkvæmdastjóra. Norræna safnanefndin á vegum norrænu ráðherranefndarinnar verður lögð niður um næstu áramót eftir 10 ára starf. Fundur 9. nóvember í Kaupmannahöfn miðar að því að koma á nýju netverki um samband milli opinberra safnastofnana á Norðurlöndunum. ÓK, RH og Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti munu sækja fundinn á vegum nefndarinnar. Nefndarlaun. Frkv.stj. hefur óskað eftir mati þóknananefndar á nefndarlaunum til fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra safna og safnmanna í Safnaráði þar sem núverandi ráð hefur starfað í hátt í eitt ár. Jafnframt hefur ósk um endurskoðun nefndarlauna verið ítrekuð. Málstofa. Safnaráð hefur hafið skipulagningu að málstofu með Gísla Sverri Árnasyni 15. nóvember n.k. kl. 12-13 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Gísli Sverrir mun á málstofunni kynna niðurstöður mastersverkefnis síns í opinberri stjórnsýslu en verkefnið ber heitið Umdæmissöfn á Íslandi og skoðar endurskipulag safnamála í landinu með umdæmissöfnum. Flugminjanefnd, sem skipuð var af menntamálaráðherra til skoðunar á málefnum á sviði íslenskra flugminja, er að ljúka störfum um þessar mundir og mun skila menntamálaráðuneyti skýrslu með tillögum sínum. RH er starfsmaður nefndarinnar en MH stýrir henni. Starfshópur um uppbyggingu meistara- og diplómanáms í safnafræði við Háskóla Íslands vinnur að öflun fjármagns til verkefnisins. Sótt hefur verið um stuðning frá ýmsum aðilum. RH stýrir starfshópnum. Samráðsfundur Safnaráðs um menntunarhlutverk safna var haldinn 19. og 20. nóvember sl. Fundurinn var vel sóttur af starfsmönnum er sinna menntunarmálum safna og var starf hans árangursríkt. Starfshópur um skipulagningu og undirbúning fundarins vinnur að gerð skýrslu um niðurstöður fundarins. RH stýrir starfshópnum. Umsóknir í Safnasjóð 2007. Umsóknarfrestur í Safnasjóð vegna 2007 var til og með 1. nóvember sl. Töluvert hefur borist af umsóknum.
3.      Fjárlaganefnd – styrkir til safnastarfs. Safnaráð fjallaði um styrkveitingar fjárlaganefndar til safnastarfs og þá aðferð sem farin hefur verið hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins, en forstöðumaður Húsafriðurnefndar er fjárlaganefnd til ráðgjafar um úthlutun styrkja á fjárlögum til verkefna á verksviði Húsafriðunarnefndar, sem ekki fá umfjöllun hjá nefndinni. Safnaráð samþykkti að óska eftir því við formann fjárlaganefndar að komið verði á sambærilegu kerfi hvað varðar styrkveitingar fjárlaganefndar til safnastarfs, sem ekki fá umfjöllun hjá Safnaráði. Frkv.stj. var falið að senda formanni fjárlaganefndar bréf þess efnis.
4.      Nafnbótin Íslands – ályktun. Safnaráð fjallaði um notkun nafnbótarinnar Íslands á stofnanir í safnastarfi og aðrar menningarstofnanir. Samþykkt var að senda menntamálaráðherra ályktun þar sem lagt er til að mótuð verða stefna hjá menntamálaráðuneyti um heimildir til notkunar nafnbótarinnar Íslands í heiti stofnana á sviði safna- og/eða menningarstarfs. Heimildin verði einungis veitt þegar um er að ræða stofnun sem formlega hefur verið veitt hlutverk á landsvísu á starfssviði stofnunarinnar. Frkv.stj. var falið að senda ráðherra bréf.
5.      Erindi rekstrarfélagsins Sarps. Safnaráð fjallaði um erindi Rekstrarfélagsins Sarps þar sem óskað er staðfestingar ráðsins á Sarpi sem viðurkenndu skráningarkerfi skv. 10. gr. safnalaga nr. 106/2001. Málið fékk jákvæða umfjöllun en ekki var unnt að afgreiða það þar sem einn af þremur fulltrúum Safnaráðs á fundinum er formaður framkvæmdastjórnar Rekstrarfélagsins Sarps og tók því ekki þátt í umfjöllun. Ekki var því um að ræða meirihluta. Afgreiðsla málsins bíður næsta fundar.
6.      Náttúrusöfn – umsókn um verkefnastyrk í Safnasjóð 2006 vegna skráningarkerfis fyrir náttúrugripasöfn. Málinu hefur verið frestað á síðustu fundum þar sem umbeðnar upplýsingar frá menntmálaráðuneyti hafa ekki borist. Málinu var enn frestað.
7.      Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur skv. fundaáætlun er 30. nóvember.
Önnur mál:
Kynnt var ný reglugerð nr. 896/2006 um Þjóðminjasafn Íslands.
Um skráningamál safna
Samþykkt var að hefja skipulagningu ráðstefnu í febrúar 2007 um skráningarkerfi og skráningarmál safna. Var framkv.stj. falið að vinna að málinu áfram.
KRÞ greindi frá því að um svipað leyti myndi Félag íslenskra safna og safnmanna standa að endurmenntunarnámskeið um sama efni, þ.e. skráningarmál á söfnum. Lagði KRÞ fram tillögu um  mögulegt samstarf Safnaráðs og FÍSOS vegna þessa. Var framkv.stj.og KRÞ falið að vinna að málinu áfram.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:45/RH