Fundargerð 45. fundar Safnaráðs 12. janúar 2006, kl. 11:30-13:00,
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík 

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson og Rakel Halldórsdóttir. Jón Gunnar Ottósson boðaði forföll.

1.      Fundargerð 44. fundar var samþykkt og undirrituð.

Skýrsla framkvæmdastjóra.  Framkvæmdastjóri skýrði frá starfsemi frá síðasta fundi.  Fundaáætlun 2006: Að öllum líkindum mun reynast nauðsynlegt að færa úthlutunarfund í janúarlok fram í febrúarbyrjun v. Ráðstefnu í Osló sem formaður og framkvæmdastjóri munu líklega sækja. Ekki bárust aðrar athugasemdir við fundaáætlun 2006. Endurbætur á vefsíðu Safnaráðs: Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á vefsíðu Safnaráðs, sem fela m.a. í sér að vefsíðan verður flutt í tilbúið vefgerðarumhverfi sem hannað hefur verið af fyrirtækinu EC Hugbúnaður. Breytingarnar voru samþykktar. European Museum Forum: Framkvæmdastjóri var í desember 2005 skipaður talsmaður European Museum Forum á Íslandi (National Correspondent) af stjórn samtakanna. Þær skyldur sem titlinum fylgja eru sér í lagi að a) veita stofnuninni upplýsingar um þróun safnamála á Íslandi, b) aðstoða dómendur frá samtökunum sem koma til landsins til að dæma tilnefnd söfn, c) að miðla upplýsingum á Íslandi um starfsemi EMF og samkeppnina samtakanna ?European Museum of the Year?.

2.      Þjónustusamningur 2006 og rekstraráætlun 2006. Þjónustusamningur um leigu skrifstofu Safnaráðs á aðstöðu og þjónustu í Listasafni Íslands hefur verið gerður fyrir 2006. Samningurinn er sambærilegur samningnum frá 2005, nema að um er að ræða 10% hækkun á leigugjöldum. Leigugjöldin höfðu haldist óbreytt um 3ja ára skeið. Rekstraráætlun 2006 hljóðar upp á 8,6 millj. og er því 1 millj. kr. lægri en 2005. Gert er ráð fyrir einhverri útgáfu á árinu og mælti formaður með því að ráðið skoðaði útgáfur ABM-utvikling í Noregi, en stofnunin hefur gefið út ýmsa leiðbeinandi upplýsingabæklinga um hina ýmsu þætti í starfsemi safna. Framkvæmdastjóri kynnti sér útgáfur stofnunarinnar á ferð sinni þangað haust 2005 og kannaði möguleika á því að fá ákveðin rit þýdd á íslenska tungu og gefin út. Rætt var um mikilvægi þess að höfuðsöfnin kæmu að slíkri útgáfu í samstarfi við Safnaráð. Samþykkt var að skoða þetta nánar og frkv.stj. falið að gera úttekt á útgáfum ABM-utvikling. Gert er ráð fyrir einu málþingi á árinu 2006 og bar formaður upp þá tillögu að haldið yrði áfram með menntunarhlutverk safna en að viðfangsefnið yrði þrengt og rætt t.a.m. um eðli og þróun samstarfs og tengingar skóla og safna. Samþykkt var að skoða þessa tillögu nánar og frkv.stj. falið að gera tillögu að málþingi. Rekstraráætlun 2006 var samþykkt.

3.      Umsóknir 2006 – viðmið og aðferð. 65 aðilar sóttu um styrki í Safnasjóð á árinu 2006. Á fjárlögum 2006 eru 83,7   millj. veittar í sjóðinn eða 17,7 millj. hærra en 2005. M.v. 8,6 millj. kr. kostnað af starfsemi Safnaráðs/Safnasjóðs, eru því 75,1 millj. til styrkveitinga. Sótt var um 76 verkefnastyrki að heildarupphæð 76.680.000 kr. Þar að auki sóttu 52 söfn um rekstrarstyrki. Á árinu 2005 var 42 millj. kr. (76,7% af heildarúthlutun) varið í rekstrarstyrki og 12,74 millj. kr. (23,27% af heildarúthlutun) varið í verkefnastyrki. Ákveðið var að auka hlutfall rekstrarstyrkja af heildarúthlutun lítillega. Varðandi rekstrarstyrki var ákveðið að flokka söfn í 3 flokka eftir rekstrarumfangi, líkt og gert var við úthlutun 2005. Þær stofnanir þar sem tvö eða fleiri viðurkennd söfn starfa undir sömu stofnun hljóti jafnframt 1,5 rekstrarstyrk m.v. þann umfangsflokk sem stofnunin fellur innan. Framkvæmdastjóra var falið að gera tillögu að styrkveitingum í samræmi.

4.      Næsti fundur og önnur mál.  Næsti fundur skv. fundaáætlun er 19. janúar n.k. Ekki voru önnur mál til umræðu.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH