Fundargerð 47. fundar Safnaráðs, úthlutunarfundar,
9. febrúar 2006, kl. 9:30 – 14:30, Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu (f.hl.)
 og
16. febrúar 2006, kl. 11:30-13:00 Listasafni Íslands,
Laufásvegi 12, 101 Reykjavík (s.hl.)

 Fyrri hluti úthlutunarfundar, 9. febrúar 2006, kl. 9:30 – 14:30, Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu:

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Sveinn Kristinsson, Karl Rúnar Þórsson og Rakel Halldórsdóttir.

1.      Fundargerð 46. fundar var samþykkt og undirrituð.

2.      Verklagsreglur Safnaráðs. Rætt var um endurskoðun á verklagsreglum. Samþykkt var að stytta verklagsreglur og gera þær hnitmiðaðri. Framkvæmdastjóra var falin útfærsla. Samþykkt var tímabundin framlenging á verklagsreglum 2003-2005.

3.      Úthlutun rekstrarstyrkja 2006. Rætt var um umsóknir, rekstrarstyrki og rekstrarstyrkhæfi safna. Samþykkt var eftirfarandi þrepaskipting miðuð við rekstrarumfang safns:

Rekstrarumfang 1 – 4,99 millj. kr. – Rekstrarstyrkur 1 millj. kr.
Rekstrarumfang 5 – 9,99 millj. kr. – Rekstrarstyrkur 1,5 millj. kr.
Rekstrarumfang 10+  millj. kr.       – Relstrarstyrkur 1,6 millj. kr.
Þar sem tvö eða fleiri viðurkennd söfn eru rekin saman – Rekstrarstyrkur 1,5 af viðeigandi þrepi.
Frávik frá reglu: Ráðið ályktar sérstaklega um söfn sem hafa rekstrarumfang undir 1 millj. kr. 

4.      Úthlutun verkefnastyrkja 2006. Fjallað var um umsóknir, verkefnastyrki og styrkhæfi safna. Samþykkt var að skoða málið nánar og afgreiða úthlutun á seinni hluta úthlutunarfundar hinn 16. febrúar 2006.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:30/RH 

Seinni hluti, 16. febrúar 2006, kl. 11:30 – 13:00, Listasafni Íslands, Laufásvegi 12: 

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Sveinn Kristinsson, Karl Rúnar Þórsson og Rakel Halldórsdóttir.

1.     Málstofa um aðgengi fatlaðra á söfnum, 23. febrúar 2006. Samþykkt var að Safnaráð boðaði til málstofu um aðgengi fatlaðra á söfnum, hinn 23. febrúar 2006 í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnið kom upp í kjölfar erindis frá Öryrkjabandalagi Íslands, þar sem óskað var eftir samstarfi Safnaráðs um fund eða málstofu í tilefni af komu Ingemar Oderstedt til Íslands. Ingemar er ráðgjafi hjá Norræna ráðinu um málefni fatlaðra og Norrænu samstarfsnefndinni um málefni fatlaðra (Nordiska Handikappolitiska Rådet og NSH – Nordiska Samarbetsorganet för Handikappfrogor). Frummælendur á málstofunni, auk Ingemars, eru Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Íslands og Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsafriðunarnefndar ríkisins. Framkvæmdastjóra var falin verkstjórn.

2.     Styrkveitingar úr Safnasjóði 2006. Rætt var um umsóknir, rekstrar- og verkefnastyrki og styrkhæfi safna. Sem fyrr véku KRÞ og SK af fundi meðan fjallað var um umsóknir safna sem þeir eru í forsvari fyrir. Samþykktar voru úthlutanir úr Safnasjóði 2006. Samþykkt var að geyma ákvörðun varðandi eina umsókn, umsókn náttúruminjasafna um verkefnastyrk vegna samstarfsverkefnis um rafrænt skráningarkerfi fyrir náttúruminjasöfn. Fjallað verður um umsóknina á næsta fundi ráðsins.
Safnaráð samþykkti á fundinum að gera ítarlega úttekt á stöðu skráningar á söfnum með könnun sem send verður forsvarsmönnum safna. Framkvæmdastjóra var falið verkið.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH