Fundargerð 95. fundar safnaráðs –

26. maí 2010, kl. 12:00 – 14:00, Þjóðminjasafni Íslands


Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Eiríkur P. Jörundsson , Helgi Torfason, Jenný Lind Egilsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir. Fjarverandi  Halldór Björn Runólfsson

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerð 94 fundar samþykkt og undirrituð.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra: Listaverk ríkisbankanna – Minnisblað og samningur. Frestað. Endurskoðun safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu. Vinnan gengur vel og hefur plaggið verið sent til málfarsráðnautar til yfirlestrar og fer nú í síðustu efnislegu meðferð. Aðkoma safnaráðs að samráðsverkefni á vegum Listasafns Reykjavíkur. Samráðsverkefni um heimsóknir fjölskyldufólks í safnið, framkvæmdastjóri situr á fundunum og tekur þátt í hugmyndavinnunni. Lokafundur var haldinn 21. maí s.l. þar sem farið var yfir alla þætti verkefnisins. Nú verður unnin skýrsla um verkefnið og mun safnaráð fá eintak af henni. Safnastarf.is, breytingar: vefurinn lá niðri vegna uppfærslu, beiðni hefur verið send um breytingar þar sem safnstjóri verður safnstjóri/forstöðumaður og tegund safns verður tegund stofnunar. Rætt var um möguleika á nýju léni sem hentaði betur. Ferð sjálfboðaliða að Skógum.  Starfandi framkvæmdastjóri tók þátt í ferð sjálfboðaliða að Skógum til að þrífa safnið og verja safngripi. Ferðin tókst vel og alls tóku um 35 manns þátt í henni. Safnaverðlaunin: Líkt og árið 2008 tók safnaráð að sér að taka á móti tilnefningum almennings til íslensku safnverðlaunanna, dómnefnd tilkynnti val á tilnefningum 18. maí sl. Tilnefnd voru Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og Nýlistasafnið í Reykjavík. Verðlaunin verða afhent á íslenska safnadaginn þann 11. júlí n.k. Íslenski safnadagurinn: íslenski safnadagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn11. júlí og mun safnaráð standa fyrir opnu auglýsingu með þátttöku fjölmargra safna í Morgunblaðinu að því tilefni. Boðað var til fundar til að ræða birtingu auglýsingar og ákveðið var að halda áfram að kaupa pláss í Morgunblaðinu. Vorfundir: Vorfundur Þjóðminjasafns Íslands var haldinn 12. maí og tókst vel. Vorfundur Listasafns Íslands er fyrirhugaður 31. maí n.k. og verður safnstefna á sviði myndlistar aðal umræðuefnið. Þátttaka í fundum: Strafandi framkvæmdastjóri tók þátt í Myndlistarþingi Listasafns Reykjavíkur og ráðstefnunni Menningarlandið á vegum Mennta og menningarmálaráðuneytis. Þetta voru áhugaverðar samkomur og verða unnar skýrslur upp úr niðurstöðum þeirra. Safnahandbók 2010: Safnahandbókin 2010 sem Anna Lísa Björnsdóttir stendur fyrir er nú á loka spretti. Safnaráð tók að sér að fara yfir lista yfir þær stofnanir sem teljast til safna – var haft samband við fjölmarga aðila til að skera úr um undirstofnanir og fleira, listinn er nú tilbúinn og verður settur á heimasíðu safnaráðs.

1.2. Breytingar á lagaumhverfi safna – drög að frumvörpum kynnt. Samþykkt að framkvæmdastjóri geri drög að athugasemdum út frá athugasemdum þjóðminjavarðar sem unnar verði áfram rafrænt fyrir næsta fund. Athugasemdirnar beinast fyrst og fremst að skipan ráðsins og stöðu þess innan fyrirhugaðrar Minja og safnastofnunar. Framkvæmdastjóri skoði þær breytingar sem nú standa yfir í Noregi.

1.3. Auglýsing um styrki úr safnasjóði:  drög að texta lögð fyrir ásamt úthlutunarreglum. Það þarf að koma greinilega fram að söfn sem fá rekstrarstyrk á fjárlögum fá ekki rekstrarstyrk úr safnasjóði. Samþykkt að senda úthlutunarreglur ásamt auglýsingu til ráðuneytis og biðja um lögfræðiálit á þessu atriði.

1.4. Geymslumál Byggðasafns Reykjanesbæjar – samstarfi við Gagnavörsluna hefur verið hætt og nýtt húsnæði fengið undir geymslur safnsins. Niðurstaðan kynnt. Byggðasafnið mun senda formlegt bréf um niðustöðuna.

1.5. Samræmd safngestakönnun: Vefútgáfa könnunar kynnt.

1.6. Ferð safnaráðs: stefnt að því að heimsækja söfn á höfuðborgarsvæðinu í september, samþykkt að ræða fyrirkomulag á næsta fundi.

1.7.Ferð starfandi framkvæmdastjóra: farið á opnun nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Þingeyinga á Húsavík, nokkur söfn verða heimsótt á leiðinni.

1.8. Styrkir til endurmenntunar árið 2009: Samþykkt að veita hverju safni einn ferða / endurmenntunarstyrkur á ári til að sækja t.d. endurmenntunarnámskeið, vorfundi eða farskóla.

1.9. Stofnskrár safna – yfirferð 2010 með tilliti til formlegrar staðfestingar safnaráðs: Stofnskrár 25 safna voru yfirfarnar og bornar saman við leiðbeiningar safnaráðs um stofnskrár frá 2009. Söfnum verða send bréf með athugasemdum eftir því sem við á. Haldið verður áfram yfirferð yfir stofnskrár með sama hætti.

2.1.Næsti fundur var ákveðinn 24. júní kl. 12.00.