Fundargerð 92. fundar safnaráðs –

9. mars 2010, kl. 12:00 – 14:00, Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður,  Helgi Torfason, Jenný Lind Egilsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir. Halldór Björn Runólfsson boðaði forföll.

1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Umsögn safnaráðs um tilboð Gagnavörslunnar v. varðveisluhúsnæðis fyrir Byggðasafn Reykjanesbæjar. Í umsögn var beðið um nánari skýringar á þjónustu og boðin fram aðstoð við gerð samnings.

Umsögn safnaráðs vegna aðkomu Hvalfjarðarsveitar að rekstri og eignarhaldi Byggðasafnsins að Görðum, Akranesi. Í umsögn hvetur safnaráð sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til að halda áfram hlutdeild í rekstri Byggðasafnsins að Görðum en að samstarfið við Akraneskaupstað sé staðfest með nákvæmum samningi. Nefndarlaun 2009. Beiðni send til menntamálaráðuneytis um ákvörðun nefndarlauna fyrir tímablið. Náttúrufræðistofnun Íslands á safnastarf.is. Aðild samþykkt. Listaverk ríkisbankanna – Minnisblað og samningur. Frestað. Endurskoðun Safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu. Vinnan gengur vel. Dreifimiði vegna útflutnings menningarverðmæta. Nánast tilbúinn til prentunar. Aðkoma safnaráðs að samráðsverkefni á vegum Listasafns Reykjavíkur. Samráðsverkefni um heimsóknir barnafólks í safnið, framkvæmdastjóri situr á fundunum og tekur þátt í hugmyndavinnunni. Afleysing á starfi frkv.stj. – tímabundinn ráðningarsamningur Ágústu Kristófersdóttur. Samningurinn kynntur. Úthlutunarreglur safnasjóðs endurskoðaðar með innfelldum drögum að verklagsreglum safnaráðs vegna eftirlits með nýtingu styrkja úr safnasjóði.  Tvær nýjar athugasemdir. Í 2. gr. tekið fram að söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum skuli ekki fá rekstarstyrk úr safnasjóði. Lagt til að nánari umfjöllun um verkefnastyrki skuli vera undir verkefnastyrkjum en ekki liðnum almennt um umsóknir. Stofnskrár 20 safna yfirfarnar – athugasemdir. Yfirferðin hefur gengið vel og verður henni lokið í vor og athugasemdir kynntar safnaráði og síðan sendar viðkomandi söfnum. Tilboð í skjalaflokkunarkerfi fyrir safnaráð. Samþykkt en vinna mun ekki hefjast fyrr en framkvæmdastjóri snýr aftur til starfa að loknu leyfi. Drög að frumvarpi til breytingar á höfundarlögum nr. 73/1972. Kynnt stuttlega. Samningur Fjölís og HÍ. Kynntur sem eini samningur sinnar gerðar. Fundur RH og ÁK með Kristínu hjá Myndstefi: lagt til að starfandi framkvæmdastjóri hafi samráð við þau listasöfn sem stefna að því að koma skrá yfir listaverkaeign á veraldarvefinn og saman semji þessi söfn við Myndstef um hóflegt gjald. Miðað er við að þessi vinna einskorðist við myndir í veflægum gagnagrunnum en aðrir samningar um gjöld verði áfram á hendi hvers safns fyrir sig.


 

2.  Erindi til umræðu og ákvörðunar:

 

1. Erindi um Safnabók 2010. Samþykkt að veita faglega aðstoð.

2. Afgreidd umsókn Hildar Gestsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands um leyfi til útflutnings sýna úr mannabeinum til kolefnisgreiningar og samsæturannsókna. Safnaráði barst umsókn Hildar Gestsdóttur hjá Fornleifastofnun Íslands um útflutning á mannabeinum til kolefnisgreiningar og samsæturannsókna. Umsagna var óskað frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins. Umsagnir beggja voru jákvæðar hvað varðar útflutning. Leyfi til útflutnings hefur verið gefið út.

3. Afgreidd umsókn Kevin Smith um leyfi til útflutnings sýna úr fornleifauppgrefti að Gilsbakka í rannsóknarskyni. Kevin óskaði eftir því að umsókninni yrði frestað.

4. Umsókn John Steinberg um útflutning kopargripa úr fornleifauppgrefti að Stóru-Seylu í Skagafirði. Safnaráði barst umsókn John Steinberg um útflutning kopargripa úr fornleifauppgrefti að Stóru-Seylu í Skagafirði. Umsagna var óskað frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins. Umsögn Fornleifaverndar var jákvæð hvað varðar útflutning. Beðið er umsagnar Þjóðminjasafnsins.

5. Umsókn um leyfi til tímabundins útflutnings verks eftir Guðmund frá Miðdal á sýningu erlendis. Safnaráði barst umsókn frá Íslandsbanka um tímabundinn útflutning á verkinu Grímsvatnagos eftir Guðmund frá Miðdal til sýningar. Umsagnar óskað frá Listasafni Íslands. Umsögn Listasafnsins var jákvæð. Leyfið veitt.

6. Umsókn Guðrúnar Öldu Gísladóttur hjá Fornleifastofnun Íslands um tímabundinn útflutning gripa til forvörslu erlendis. Safnaráði barst umsókn um útflutning gripa til forvörslu erlendis.Umsagna var óskað frá Fornleifavernd ríkisins og Þjóðminjasafni Íslands og í ljósi neikvæðrar umsagnar Þjóðminjasafns var útflutningur stöðvaður. Fornleifastofnun óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir aftur og var Þjóðminjasafnið beðið um nýja umsögn. Umsögn Þjóðminjasafns var jákvæð hvað varðar útflutning hluta gripanna en lagt til að hluti þeirra verði forvarinn hérlendis. Leyfi veitt með þeim takmörkunum sem Þjóðminjasafnið lagði til.

3.Næsti fundur. Úthlutunarfundur 9. mars kl. 14.00.RH