Fundargerð 94. fundar safnaráðs –

15. apríl 2010, kl. 12:00 – 14:00, Þjóðminjasafni Íslands


Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður,  Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Jenný Lind Egilsdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir.

1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:

1.0.Fundargerðir 91., 92. og 93 fundar samþykktar og undirritaðar.

1.1.  Skýrsla framkvæmdastjóra: Listaverk ríkisbankanna – Minnisblað og samningur. Frestað. Endurskoðun safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu. Vinnan gengur vel og stefnt að því að henni verði lokið fyrir 12. maí. Dreifimiði vegna útflutnings menningarverðmæta. Miðinn er tilbúinn til prentunar, þó þarf að skoða eintakafjölda og dreifingu. Aðkoma safnaráðs að samráðsverkefni á vegum Listasafns Reykjavíkur. Samráðsverkefni um heimsóknir fjölskyldufólks í safnið, framkvæmdastjóri situr á fundunum og tekur þátt í hugmyndavinnunni. Viðbrögð við úthlutun 2010: Almennt jákvæð viðbrögð þó nokkrir hafi beðið óformlega um frekari skýringar. Lagt var til að skilgreina betur forsendur verkefnastyrkja í næstu auglýsingu.  Náttúrufræðistofnun Íslands á safnastarf.is: Ákveðið var að skoða skilgreiningar á vefsvæðinu á þann hátt að greinarmunur sé gerður á safni, setri og sýningu og þau söfn sem hlotið hafa viðurkenningu safnaráðs séu merkt sérstaklega. Einnig þarf að athuga hvort eðlilegt sé að rannsóknarstofnanir séu auglýstar þarna. Færa heimasvæðið undir safnaráð (www.safnarad.is/safnastarf).

1.2. Breytingar á lagaumhverfi safna – drög að frumvörpum kynnt. Senda beiðni í ráðuneytið um formlegt samráð svo að félög á borð við FÍSOS, ICOM, Félag safnafræðinga og Listfræðafélagið fái frumvarpsdrögin til umsagnar.

1.3. Stofnskrár 20 safna yfirfarnar – athugasemdir. Rætt um verklag við yfirferðina – framkvæmdastjóri ber stofnskrárnar saman við leiðbeiningar safnaráðs og gerir athugasemdir sem síðan verða bornar undir safnaráð.

1.4. Byggðsasafn Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum – fyrirhuguð úrsögn Strandabyggðar. Bréf formanns safnaráðs til sveitarstjóra Strandabyggðar var kynnt þar sem beðið er um að safnaráð fái að fylgjast með framvindu mála og bent á að við úrsögn beri að fara eftir stofnskrá safnsins.

1.5. Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga. Safnastefnan kynnt, glæsilegt plagg sem er safninu til sóma.

1.6. Samræmd safngestakönnun: Nýjasta útgáfan kynnt og rætt um lógó á könnununni. Samþykkt var að þar verði aðeins lógó safnaráðs. Könnunin fer af stað í sumar.

1.7.Vorfundur Þjóðminjasafns – höfuðsafns á sviði þjóðminjavörslu. Efni fundarins kynnt.

       2. Erindi til umræðu og ákvörðunar:

2.1 Sjóminjasafnið í Sjóminjagarðinum á Hellissandi. Safnaráði barst bréf frá Skúla Alexanderssyni þar sem beðið er um leiðsögn við að tengjast safnastarfi í landinu á lagalegan hátt. Samþykkt var að framkvæmdarstjóri svari bréfinu og bendi á að gera þurfi stofnskrá og hvetja til samstarf við önnur söfn á svæðinu. Ennfremur benda á að skoða lagaumhverfið og fara eftir því við mótun starfsins.

2.2.Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna – umsókn um verkefnastyrk. Á rafænu umsóknareyðublaði hafði umsókn um verkefnastyrk fallið út. Umsóknin var send aftur til safnaráðs og var samykkt að veita 400.000 kr til skráningarverkefna.

2.3.Umsókn Fornbílaklúbbsins um styrk vegna kostnaðar við nýbyggingu. Safnaráði barst umsókn frá Fornbílaklúbbsins um styrk samkvæmt 11. gr safnalaga – safnaráð hafði samband við Mennta og menningarmálaráðuneytið og fékk þær upplýsingar að slíkum styrk hefði þegar verið hafnað þar og því vísar safnaráð umsókninni frá. Ennfremur telst Fornbílaklúbburinn ekki til safna né starfar á þann hátt.

2.4. Umsókn Guðrúnar Öldu Gísladóttur hjá Fornleifastofnun Íslands um tímabundinn útflutning gripa til forvörslu erlendis. Safnaráði barst sl. haust/vetur umsókn um útflutning gripa til forvörslu erlendis. Umsagnir fengust frá Fornleifavernd ríkisins og Þjóðminjasafni Íslands og í ljósi neikvæðrar umsagnar Þjóðminjasafns var útflutningur stöðvaður. Fornleifastofnun óskaði eftir því síðla vetrar að málið yrði tekið fyrir aftur og var Þjóðminjasafnið beðið um nýja umsögn. Umsögn Þjóðminjasafns eftir að nánari skýringar fengust á ákveðnum atriðum er varðar meðferð og forvörslu gripanna var jákvæð hvað varðar útflutning hluta gripanna en lagt til að hluti þeirra verði forvarinn hérlendis. Leyfi veitt með þeim takmörkunum sem Þjóðminjasafnið lagði til.

2.5. Umsókn John Steinberg um útflutning kopargripa úr fornleifauppgreftri að Stóru Seylu í Skagafirði. Frestað.

2.6. Umsókn um leyfi til útflutnings málverks eftir Freymóð Jóhannesson. Safnaráði barst umsókn 9. apríl s.l. frá Baldri Dagbjartssyni um útflutning á verkinu Vatnsdalur í Austur Húnavatnssýslu eftir Freymóð Jóhannesson til gjafar til Bandaríkjanna. Umsagnar óskað frá Listasafni Íslands. Umsögn Listasafnsins var jákvæð og var leyfið veitt.

Önnur mál.

3.1.GDG spyr hvort ferðastyrkjum vegna endurmenntunarnámskeiðs FÍSOS verði úthlutað í ár. Afgreiðsla síðasta árs verður skoðuð og málið tekið fyrir á næsta fundi.

3.2.Næsti fundur var ákveðinn 26. maí kl. 12.00.