Fundargerð 22. fundar Safnaráðs, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ,
13. nóvember 2003, kl. 11:30.

Viðstödd voru:  Margrét Hallgrímsdóttir, Ólafur Kvaran, Gísli Sverrir Árnason, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1.   Fundargerðir 20. og 21. fundar samþykktar og undirritaðar.  Fáeinar undirritanir vantar og bíða þær næsta fundar.

2.   Skýrsla framkv.stjóra.  Framkvæmdastjóri skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  Bréf, þar sem hvatt er til fjárhagslegrar eflingar Safnasjóðs, var afhent fjárlaganefnd 5. nóvember sl.    

3.   Erindi til Safnaráðs:

    Erindi Reykjavíkurborgar, f.h. Minjasafns Reykjavíkur, um byggingarstyrk til byggingar sýningarskála fyrir landnámsminjar við Aðalstræti.  Áframhaldandi umfjöllun frá 21. fundi.  Skv. 11. grein safnalaga er það hlutverk Safnaráðs að samþykkja fyrirhugað húsnæði og stofnkostnað þess.  Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá Fornleifavernd ríkisins varðandi það hvort húsnæðið uppfylli kröfur um verndun fornleifa.  Varðandi stofnkostnað var erindinu vísað til skynmats hjá Fasteignum ríkissjóðs.  Frekari umfjöllun frestað þar til svör hafa borist.

4.   Þjónustusamningur.  Undirritun frestað þar sem menntamálaráðuneyti hefur ekki lokið umfjöllun um samninginn.    

5.   Ólafur Kvaran kynnti starfsemi Norrænu safnanefndarinnar.  Nauðsynlegt að Safnaráð fylgist með og tengist norrænni starfsemi af þessum toga, t.a.m. starfsemi norrænu safnanefndarinnar og starfi ABM í Noregi, en sú stofnun fjallar sameiginlega um bókasöfn, lista- og menningarsöfn og skjalasöfn.

6.   Bréf frá Pétri Jónssyni, Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna.  Pétur tekur undir sjónarmið FÍSOS um að tekið verði tillit til mismunandi aðstæðna á söfnum við úthlutun.  Þessi sjónarmið verða höfð til hliðsjónar í starfi ráðsins.

7.   Ársreikningur Safnasjóðs 2002.  Reikningurinn verði borinn undir fjármálastjóra Þjóðminjasafns.  Frekari umfjöllun frestað.

8.   Breytt rekstrarform Nesstofusafns.  Málinu var frestað þar sem menntamálaráðuneyti hefur ekki lokið umfjöllun um það.

9.   Safnaráð ákvað að keyptur yrði skanni á skrifstofu ráðsins.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH