Fundargerð 21. fundar Safnaráðs, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ,
30. október 2003, kl. 11:30.

Viðstödd voru:  Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Ólafur Kvaran, Jóhann Ásmundsson, Jónína A. Sanders, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1.   Fundargerð 19. og 20. fundar lögð fram.  Fundargerð 19. fundar undirrituð.  Fundargerð 20. fundar lítillega breytt, undirritun frestað til næsta fundar. 

2.   Skýrsla framkv.stjóra.  Framkvæmdastjóri skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  Fjármálaráðuneyti hefur samþykkt að bæta Safnaráði tjón vegna innbrots um 200 þús. kr. 

3.   Erindi til Safnaráðs:

      Erindi Reykjavíkurborgar, f.h. Minjasafns Reykjavíkur, um byggingarstyrk til byggingar sýningarskála fyrir landnámsminjar við Aðalstræti.  Skv. 11. grein safnalaga er það hlutverk Safnaráðs að samþykkja fyrirhugað húsnæði og stofnkostnað þess.  Samþykkt var að vísa erindinu til umfjöllunar hjá Fornleifavernd ríkisins varðandi það hvort húsnæðið uppfylli kröfur um verndun fornleifa.  Varðandi stofnkostnað var rætt um að fá þyrfti faglegt mat á áætluðum stofnkostnaði hjá hlutlausum verkfræðingi.  Ákveðið var að frkv.stjóri hefði samband við Óskar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins og Snævar hjá Fasteignum ríkissjóðs til að athuga möguleikann á faglegu mati þaðan.

4.   Þjónustusamningur.  Rekstraráætlun fyrir árið 2003 var samþykkt.  Drög að þjónustusamningi voru samþykkt með smávægilegum breytingum.    

5.   Ólafur Kvaran kynnir starfsemi Norrænu safnanefndarinnar.  Málinu var frestað til næsta fundar.

6.   Bréf frá Pétri Jónssyni, Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna.  Málinu var frestað til næsta fundar.

7.   Hugmynd að bréfi til fjárlaganefndar Alþingis.  Frkv.stj. var falið að panta viðtal hjá fjárlaganefnd fyrir MH, JGO, GSÁ og RH.  Samþykktar voru breytingar við bréfið,  ný drög verða send Safnaráðsaðilum í tölvuskeyti til samþykktar.  Framkv.stj. sendi bréfið síðan í 14 eintökum til fjárlaganefndar.

8.   Ársreikningur Safnasjóðs 2002.  Málinu var frestað til næsta fundar.

9.   Breytt rekstrarform Nesstofusafns.  Málinu var frestað.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH