Fundargerð 20. fundar Safnaráðs, Fræðasetrinu, Sandgerði,
18. september 2003, kl. 13:30.

Viðstödd voru:  Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Ólafur Kvaran, Jóhann Ásmundsson, Gísli Sverrir Árnason, Álfheiður Ingadóttir, Karla Kristjánsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

Vettvangsferð Safnaráðs 2003 var farin á Reykjanes 18. september og var fundað í Sandgerði sama dag. 

1.  Fundargerð 19. fundar lögð fram – undirritun frestað til næsta fundar.

2.  Skýrsla starfsmanns.  Starfsmaður skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  Athugasemd var gerð við kostnað á rekstraryfirliti vegna komu formanns European Museum Forum til landsins.  Að mati Safnaráðs er rétt að menntamálaráðuneyti beri þennan kostnað.  Starfsmanni var falið að senda ráðuneytinu reikning.

3.  Starfslýsing starfsmanns og starfsheiti.  Farið var yfir endurbætta starfslýsingu.  Starfslýsing samþykkt lítillega breytt.  Ákveðið var að í samræmi við starfslýsingu og núverandi launaflokk skuli starfsmaður bera starfsheitið framkvæmdastjóri Safnaráðs. 

4.  Erindi til Safnaráðs:
Erindi Jesse Byock um leyfi til flutnings fornleifa úr landi í rannsóknarskyni.
Samþykkt var að heimila beiðnina.  Starfsmaður sendi Jesse Byock og menntamálaráðuneyti bréf þess efnis, en endanlegt samþykki er gefið af ráðuneytinu í samræmi við 7. gr. safnalaga.

5.  Greinargerð um starfsemi Búvélasafnsins á Hvanneyri.  Framhald af umfjöllun á 19. fundi.  Samþykkt var að safnið félli undir 4. grein safnalaga og var starfsmanni falið að senda safninu bréf þess efnis. 

6.  Hugmynd Wim van der Weiden, formanns European Museum Forum, um að starfsmaður Safnaráðs gerist talsmaður European Museum Forum á Íslandi (National Correspondent of the EMF in Iceland).  Framhald af umfjöllun á 19. fundi.  Ákveðið var að skoða málið nánar og því frestað.

7.  Breytt rekstrarform Nesstofusafns.  Málinu frestað.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:50/RH