Fundargerð 15. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
6. febrúar 2003, kl. 9:30.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson og Ólafur Kvaran. Jóhann Ásmundsson var í símasambandi en Gísli Sverrir Árnason var veðurtepptur og boðaði forföll.
Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

1.  Umsóknir um starf starfsmanns safnaráðs

24 umsóknir bárust um starfið. MH kvaðst hafa tekið viðtöl við fjóra af fimm hæfustu umsækjendunum en einn var erlendis.
MH gerði að tillögu sinni að Rakel Halldórsdóttir yrði ráðin starfsmaður safnaráðs.
Samhljóða niðurstaða fundarmanna var að bjóða Rakel Halldórsdóttur starfið og óskað var eftir að hún hæfi störf sem fyrst.

2.  Tillaga að styrkveitingu úr safnasjóði 2003

Farið var yfir lista yfir þau söfn sem sóttu um styrk úr safnasjóði og stofnskrár skoðaðar. Samþykkt var að starfsmanni verði falið að útbúa skrá yfir söfn sem uppfylla 4. gr. safnalaga.

3.  Erindi til Safnaráðs

Erindi Byggðasafns Vestfjarða var tekið fyrir og samþykkt að fresta því þar til nýr starfmaður kemur til starfa.
Erindi frá European Museum Forum og Erindi frá menntamálaráðuneyti um safnadag.
Frestað þar til nýr starfsmaður kemur til starfa.

4.  Verklagsreglur Safnaráðs 2003-2005

Verklagsreglur og úthlutunarreglur safnaráðs voru samþykktar og sendar til menntamálaráðuneytisins til kynningar og staðfestingar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12.00/AS