Fundargerð 18. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, 210 Garðabæ,
20. maí 2003, kl. 12:00.

Viðstödd voru:  Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Ólafur Kvaran, Jónína A. Sanders, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Rakel Halldórsdóttir.  

Gísli Sverrir Árnason átti þess ekki kost að mæta á þennan fund sökum skorts á flugsamgöngum. 

1.      Undirritun fundargerðar 16. fundar og samþykkt fundargerðar 17. fundar.         

Fundargerð 16. fundar var undirrituð.  Gerðar voru smávægilegar breytingar við orðalag fundargerðar 17. fundar og verður hún undirrituð á næsta fundi. 

2.      Skýrsla starfsmanns.  Ferð á Byggðasafn Reykjanesbæjar

RH, starfsmaður safnaráðs, skýrði í stuttu máli frá ferð sinni á Byggðasafn Reykjanesbæjar en kom það starfsmanni mjög á óvart í hversu miklum ólestri geymsluaðstaða hjá safninu er.  Nokkur umræða varð um geymsluaðstöðu hjá söfnum, mikil þörf virðist vera á því að komið verði upp góðum safngeymslum víða.  Komu fram hugmyndir um að safnaráð gerði greiningu á aðstæðum á söfnum og kom MH með hugmynd að skoðunarblaði sem starfsmaður tæki með sér í ferðir sínar á söfn.  Í framhaldi yrði unnin stefna miðað við niðurstöður greiningar þessarar og söfnum jafnframt veitt viðurkenning safnaráðs í samræmi við gæði starfsemi safnsins.  ÓK undirstrikaði nauðsyn þess að menntamálaráðuneytið legði línur í þessu máli, þ.e. varðandi hvaða vilji væri til framkvæmda og hvert viðmiðið skildi vera varðandi gæði safnastarfsemi.  Rætt var um það hversu erfitt reynist að sannfæra ráðamenn um mikilvægi góðrar geymsluaðstöðu á söfnum en er það fyrst og fremst vegna þess hversu ósýnilegur þessi hluti starfseminnar er.   JGO benti á það að Náttúrugripasafnið í Reykjavík hefur gert úttekt á geymsluaðstöðu safnsins, en sú skýrsla hefur legið hjá umhverfisráðuneyti í fjögur ár.  Í framhaldi var einnig rætt um stöðu Byggðasafnanna, en staða þeirra hefur veikst undanfarin ár með tilkomu nýstárlegra og framsækinna setra og sýninga.  Byggðasöfnin hafa orðið ?útundan? í þessari þróun og safnaráð þyrfti að leggja einhverjar línur varðandi það hver það teldi æskilegt að þróunin yrði varðandi Byggðasöfnin.  Dæmi um árangursríka uppbyggingu og samstarf byggðasafns og setra/sýninga er í Skagafirði hjá Byggðasafninu í Glaumbæ og annarri safnastarfsemi þar.  Einnig eru til dæmi þess að ný sýninga- og safnastarfsemi hefur óbeint orðið til þess að Byggðasafnið hefur orðið eftir, eins og sjá má t.a.m. í Strandasýslu hjá Byggðasafninu á Reykjum.  ÓK ítrekaði að mikilvægt væri að menntamálaráðuneytið leggði línurnar varðandi það hvert ákjósanlegt væri að Byggðasöfnin stefndu. 

3.       Yfirlýsing þjóðminjavarða á Norðurlöndum. 

Lögð var fram yfirlýsing sem undirrituð var af þjóðminjavörðum allra Norðurlanda, á fundi þeirra í Ribe, Danmörku, 9. maí 2003.  Þar samþykktu norrænir þjóðminjaverðir að hindra eftir fremsta megni að lönd þeirra tækju þátt í dreifingu menningarminja sem rænt var úr söfnum Írak.  Yfirlýsingin hljóðar svo: 

UDTALELSE

Ribe den 9. maj 2003 

De nordiske rigsantikvarer, som afholder møde í Ribe, Danmark den 1.-11. maj 2003 udtrykker bekymring for den særlige situation for kulturarven i Irak og enedes med henvisning til internationale konventioner om følgende udtalelse: 

?Iraks kulturarv, arkiver, biblioteker og museer har været udsat for vandalisme og plyndering. 

Vi opfodere museerne i Norden, antikvariater og antikvaritets handlere og auktionshuse til, at være observante på genstande der kan komme i omløb og ikke medvirke til, at genstande yderligere sælges videre.   

Vi opfoder til, at der gøres mest mugligt for at forhindre, at vore lande gøres til transitland for ulovlig handel med kulturværdier – og for nærværende specielt i relation til Irak.? 

Steen Hvass, Danmark

Henrik Lilius, Finland

Margret Hallgrimsdottir, Island

Nils Marstein, Norge

Inger Liliequist, Sverige

__

4.      Starfsheiti starfsmanns safnaráðs

RH vék af fundi meðan málefnið var rætt.  Safnaráð samþykkti að starfsmaður gerði drög að starfslýsingu og í framhaldi af því yrði ákveðið starfsheiti fyrir starfsmann.

 5.      Hönnun safna/nauðsynleg þjónusta m.t.t. aðgengi allra – drög

RH  kynnti drög að leiðbeiningum um nauðsynlega þjónustu m.t.t. aðgengi almennings á söfnum.  RH hefur sett sig í samband við hagsmunaaðila minnihlutahópa sem sérstakra hagsmuna eiga að gæta í þessu samhengi (fatlaða og hreyfihamlaða, blinda, aldraða, börn, innflytjendur).  Óskað var eftir athugasemdum og viðbótartillögum frá safnaráðsaðilum og samþykkt að starfsmaður lyki gerð leiðbeininganna, sem samþykktar verða síðar í heild sinni. 

6.      Hugmynd að Árangursverðlaunum safnaráðs.

RH kynnti hugmyndina lítillega en hún gengur út á það að efla safnmenn til dáða, hvern á sínu sviði, þar sem verðlaun þessi eru hugsuð sem einstaklingsverðlaun, viðurkenning til safnmanns sem skarað hefur fram úr á sínu sviði á árangursríkan, mælanlegan og auðsæjan hátt.  SÁJ bar fram skoðun þeirra Jóhanns Ásmundssonar þess efnis að verðlaunaveiting sem þessi væri ekki viðeigandi af hálfu safnaráðs.  Kæmi tvennt til, annars vegar þyrfti ráðið að standa vörð um hlutleysi sitt gagnvært söfnum, hins vegar væru nú þegar veitt íslensku safnaverðlaunin af frumkvæði Íslandsdeildar ICOM og Félags íslenskra safna og safnmanna.  JGO bar einnig fram efasemdir sínar um verðlaun af þessu tagi af hálfu safnaráðs.  Samþykkt var að geyma umræðu um þessa hugmynd þar til síðar, eða þegar safnaráð hefur mótað skýrari hugmyndir um æskilegan framgang safnamála á Íslandi. 

7.      Hugmynd að aðsóknarrannsókn safnaráðs.

RH kynnti hugmyndina sem er sú að safnaráð safni aðsóknartölum frá söfnum, geri tölfræðilega greiningu á þeim og birti niðurstöðurnar á heimasíðu sinni.  Bent var á Hagstofu Íslands, sem safnar upplýsingum af þessu tagi á einhvern hátt.  Mun stm. kynna sér það, en með aðsóknarrannsókn safnaráðs er stefnt að því að vekja söfn til vitunar um mikilvægi markvissrar söfnunar upplýsinga um aðsókn, einkenni safngesta og möguleikum á því að nýta þessar upplýsingar m.a. til að sigta út nýja markhópa.  Samþykkt var að starfsmaður hefðist handa við framkvæmd hugmyndarinnar.

8.      Auglýsing vegna styrkumsókna fyrir 2004

Auglýsing vegna styrkja 2004 var samþykkt með smávægilegri breytingu.  Samþykkt var að auglýsingin myndi birtast í Fréttablaðinu og á vefsíðu menntamálaráðuneytis til viðbótar við þá fjölmiðla sem fram komu í greinargerð.

9.      Vettvangsferð út á land

Safnaráð samþykkti að ráðið færi í dagsferð á Reykjanes í september.  Mun starfsmaður sjá um að velja hentuga dagsetningu og skipuleggja ferðina.

10.  Erindi til safnaráðs:

·        Engin erindi bárust fyrir þennan fund.

Annað:  Frágangur úthlutunarreglna. 

Gengið var endanlega frá úthlutunarreglum en upp höfðu komið vandkvæði í tengslum við formlegan frágang reglnanna hjá menntamálaráðuneyti.  Gerðar voru smávægilegar breytingar við reglurnar áður en að undirskrift kom.  Tveir safnaráðsaðilar eiga enn eftir að undirrita reglurnar, Gísli Sverrir Árnason og Jóhann Ásmundsson.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH