Fundargerð 16. fundar safnaráðs, að Lyngási 7, 210 Garðabæ,
27. febrúar 2003, kl. 12:00.

Viðstödd voru:  Margrét Hallgrímsdóttir, Ólafur Kvaran, Gísli Sverrir Árnason, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Auður Sigurðardóttir.

1.    Starfsmaður tekinn til starfa

Starfsmaður safnaráðs, RH, var boðin velkomin til starfa.  Safnaráð ræður starfsmann og gerir samning við Þjóðminjasafn um formlega ráðningu m.t.t. launagreiðslna, síðan endurgreiðir safnasjóður safninu í lok árs.  Gerður verður þjónustusamningur við Þjóðminjasafnið um leigu húsnæðis og fleira.  Nokkur stofnkostnaður er vegna ráðningar starfsmanns.  Fulltrúi ráðuneytis ræðir við fjármálastjóra um þessi atriði.

2.    Samþykkt fundargerðar 15. fundar.

ÁI, bar upp athugasemdir Jóns Gunnars Ottóssonar við 2. og 4. lið fundargerðar.  Fundargerð verður breytt í samræmi.

3.    Drög að upplýsingum um innihald stofnskrár.

RH kynnti drögin.  Nokkuð hefur verið um að söfn óski eftir þessum upplýsingum.  Rætt var um jafnvígi hugtakanna ?stofnskrá?, ?samþykkt? og ?skipulagsskrá? og að þar kæmi m.a. fram hlutverk, markmið og stefna.  Ákveðið var að skipta drögunum í tvennt og hafa upplýsingar um innihald söfnunar- og sýningarstefnu í sér skjali.

4.    Dagsetningar funda.

Lögð var fram tillaga að dagsetningum funda út þetta ár.  Ekki verða haldnir fundir í júní og júlí en þá verði farin 2 daga ferð um tiltekið landssvæði.  Ekki verður fundað í desember.  Starfsmaður sendir út endanlega fundaáætlun.

5.    Erindi til Safnaráðs og skýrsla starfsmanns.

  • Erindi Byggðasafns Vestfjarða um stofnstyrk til uppbyggingar safnsins. Samþykkt var að mæla með styrkveitingu.
  • Erindi European Museum of the Year Award 2004 þar sem óskað er eftir tilnefningu á íslensku safni.  Samþykkt var að tilnefna Síldarminjasafnið á  Siglufirði.
  • Erindi frá menningarmálaráðherra Frakklands um einn ókeypis safnadag á ári.  RH sendi skeyti á safnlistann og kynni hugmyndina. SÁJ mun taka þetta til skoðunar hjá FÍSOS.
  • Erindi frá Hvalamiðstöðinni á Húsavík til upplýsingar.  Safnið er að breytast úr hlutafélagi í sjálfseignarstofnun.
  • Erindi frá Síldarminjasafninu til upplýsingar.  Ríkisstyrkur til safnsins er stofnstyrkur til byggingaframkvæmda.
  • Erindi frá Minjasafninu á Akureyri til upplýsingar um geymsluframkvæmdir.
  • Erindi frá Ljósmyndasafni Steingríms á netinu til upplýsingar um ráðstöfun styrkjar frá 2002.
  • Starfsmaður gerði grein fyrir viðræðum við Iðnaðarmannafélagið þar sem félagið kynnti hugmyndir um stofnun iðnsögusafns í Reykjavík.

RHÞ, fulltrúi ráðuneytisins, vék af fundi meðan erindi voru rædd.

6.    Styrkveitingar úr Safnasjóði 2003.

ÓK greindi frá þeirri hugmynd sinni að jöfn úthlutun á rekstrarstyrkjum verði endurskoðuð.  Greining yrði gerð á söfnunum, starfsemi þeirra og fjárhagslegri getu.  AI bar fram hugmynd um að auka rekstrarstyrk til safna sem starfa undir sameiginlegri rekstrareiningu.  Hugmyndin var sú að þessum söfnum væri ekki ?refsað? fyrir að hafa þessa hagræðingu í rekstrinum.

GSÁ og SÁJ véku af fundi meðan rætt var um styrkveitingar til safna í þeirra umsjá.

Samþykkt var tillaga um styrkveitingar fyrir árið 2003 með fyrirvara um staðfestingu ráðuneytisins á úthlutunarreglum safnasjóðs og styrkveitingu til Grasagarðsins í Reykjavík.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00/RH