Fundargerð 14. fundar safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
30. janúar 2003, kl. 11:30.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Jón Gunnar Ottósson, Ólafur Kvaran, Jóhann Ásmundsson og Gísli Sverrir Árnason.  Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

Fundargerð 13. fundar var lögð fram og samþykkt.

1.         Umsóknir um starf starfsmanns safnaráðs
24 umsóknir bárust um starfið. Safnaráðsmenn höfðu fengið lista yfir umsækjendur sendan með fundarboði. Umsækjendur með reynslu af safnastarfi, stjórnun og menntun sem nýtist í starfi þóttu helst koma til greina. Farið var yfir umsóknir með tilliti til þessa og ákveðið að kalla 5 umsækjendur í viðtal 31. janúar 2003. Stefnt verði að því að ganga frá vali starfsmanns á næsta fundi safnaráðs.

2.         Verklagsreglur safnaráðs 2003-2005
Farið var yfir verklagsreglur safnaráðs með tilliti til athugasemda sem borist höfðu frá safnaráðsmönnum og verklagsreglurnar samþykktar. Þá var farið var yfir úthlutunarreglur safnasjóðs. Verklagsreglur og úthlutunarreglur verða sendar til menntamálaráðuneytisins til staðfestingar.

3.         Skilgreining á hugtakinu ?safn?
Umræður voru um hugtakið safn. Fundarmenn voru sammála um að miða við skilgreiningr 4. gr. safnalaga nr. 106/2001.

4.         Tillaga að styrkveitingu úr safnasjóði 2003
Fram kom tillaga um að búa til lista yfir þau söfn sem sótt hafa um styrk úr safnasjóði og uppfylla kröfur laga um rétt til styrkja sbr. 4.gr. og 10.gr.  Samþykkt var að boða til fundar 6. febrúar 2003 til að ganga frá þeim lista sem yrði að vera til áður en farið yrði yfir tillögur um styrki.

5.         Erindi til safnaráðs
Erindi Garðars Guðmundssonar, Fornleifastofnun Íslands, um leyfi til tímabundins útflutnings á beinum frá fornleifauppgröftum að Hofstöðum, Sveigakoti, Steinboga, Gásum og Skálholti sumarið 2002. Lögð var fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 30.01.2003.  Samþykkt var að heimila útflutning beinanna.

Erindi Guðnýjar Zoëga, Minjavarðar Austurlands um leyfi til að senda sýni til C-14 aldursgreiningar úr mannabeinum sem fundust á Skeggjastöðum, Bakkafirði í ágúst 2002. Lögð var fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 30.01.2003. Samþykkt var að heimila útflutning sýnanna.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14.30/AS