MOI-matsramminn er verkfæri sem er sérstaklega hannað til að meta áhrif og endurspegla málefni líðandi stundar sem tengjast samfélagslegu áhrifum safna. Hægt er að nota matsrammann til að taka starfsemi og frammistöðu safns til gagnrýninnar skoðunar og skilgreina tækifæri til frekari þróunar og aukinna áhrifa.

Hér fyrir neðan  finnur þú leiðbeiningar um MOI matsrammann á íslensku, en einnig er hægt að nálgast leiðbeiningar á öðrum tungumálum svo sem ensku (english), eistnesku (esti), þýsku (deutsch) og ítölsku (italiano)

Sjálfsmat gerir söfnum kleift að bera kennsl á eigin styrkleika og tækifæri til úrbóta. Þetta er ferli sem snýst bæði um að rýna, greina og bæta eigin starfsemi eða árangur og skapa sameiginlegan skilning á þeim markmiðum og aðgerðum sem safnið setur sér. Safnið metur eigin starfsemi út frá stefnumörkun og greinir þannig hvar svigrúm er til úrbóta og þróunar.

Hér finnur þú leiðbeiningar á íslensku um það hvernig má nota sjálfsmat til að auðvelda söfnum að þróa starfsemi sína og auka áhrif sín. Farið er yfir forsendur matsrammans og þær ólíku leiðir sem hægt er að fara við útfærslu ferlisins innan safnsins. Rammanum er einnig ætlað að styðja við þig sem leiðbeinanda við framkvæmd sjálfsmatsferlisins. Athugið að matsramminn gerir ráð fyrir því að safnið hafi skilgreint svið sem það vill hafa áhrif á. Þessi áhrifamarkmið getur verið að finna í stefnumörkun, í einstökum stefnum safnsins eða í aðgerðaáætlunum.

Með því að beita matsrammanum gefst einnig tækifæri til að leggja mat á frammistöðu starfshópsins. Slíkt ýtir undir sameiginlegan skilning, sýnir stöðu ólíkra sviða og dregur fram styrkleika safnsins, mannauðinn og markmiðin. Matsramminn getur nýst á ýmsa vegu, t.a.m. í stefnumótun eða þegar starfsmannavelta er mikil, þar sem hann ýtir undir betri skilning á starfsumhverfinu og stöðu ólíkra verkefna. Ramminn getur einnig komið að góðum notum þegar safn vill breyta stjórnskipulaginu, fylgjast með aðgerðum sínum eða meta hvernig áhrifamarkmiðum miðar.

Vinnubækur: Hreyfiaflshlutarnir:

Vinnubækur: Áhrifaaflshlutarnir:

MOI tafla

MOI-spilin

 

Þróunarvinnubók

 

Orðalisti fyrir MOI – matsrammann

MOI! Museums of Impact er evrópskt samstarfsverkefni sem safnaráð hefur verið þáttakandi í frá því það hófst árið 2019 og lauk í nóvember 2022. Verkefnið er styrkt af Creative Europe sjóðnum og miðar að því að þróa sjálfsmatsramma fyrir evrópsk söfn, byggt á kerfi sem Finnish Heritage Agency hefur notað fyrir viðurkennd finnsk söfn.

 

Eftirfarandi 11 stofnanir sem kom að samstarfinu eru: Finnish Heritage Agency, FI; BAM! Strategie Culturali, IT; Hellenic Ministry of Culture and Sports, EL; Deutscher Museumsbund/NEMO Network of Museum Organisations, DE; Museum of Cycladic Art, EL; Estonian National Museum/Eesti Rahva Muuseum, EE; Finnish Museums Association, FI; European Museum Academy, NL; Museum Council of Iceland, IS; Stiftung Preussischer Kulturbesitz SPK, DE; and MUSIS Steirischer Museumsverband, AT

 

MOI er styrkt af Creative Europe Program (COOP2).

 

Creative Europe Programme Logo

Financing from Finnish National Agency for Education