Fundargerð 64. fundar Safnaráðs, 12. nóvember 2007, kl. 15:00 – 16:30
Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

1. Fundargerð 63. fundar samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Frkvstj. skýrði frá starfi síðasta fundar.
Nýtt útlit á vefsíðu Safnaráðs var tekið í notkun 4. nóvember sl. Unnið er að í því að lagafæra tengingar milli gömlu og nýju heimasíðunnar.  Verið er að sníða af síðustu agnúana af www.safnastarf.is (Opnast í nýjum vafraglugga). Lénið www.safnaráð.is (Opnast í nýjum vafraglugga) var tryggt eins og ákveðið var á síðasta fundi Safnaráðs. Samþykkt að leitað verði til Rakelar Halldórsdóttur frkvstj. vegna umsjónar með heimasíðunni.
Fundur um útflutning jarðfundinna minja. 13. nóvember verður fundur fulltrúa Þjóðminjasafns, Fornleifaverndar, Náttúrufræðistofnunar og Safnaráðs. Ræða á verklag og framkvæmd leyfisveitinga við útflutning menningarminja. Á fundinum verður athyglinni sérstaklega beint að útflutningi á jarðfundnum fornleifum m.t.t. þeirrar reynslu sem komin er á útgáfu leyfa til útflutnings. Markmið fundarins er að samræma verklag ofannefndra stofnana og skoða mögulegar leiðir til þess að einfalda stjórnsýslu í kringum leyfisveitingu. 
Samráðsverkefnið Aðgengi fyrir alla. Skipuð hefur verið landsnefnd verkefnisins sem starfar undir forystu Bryndísar Sverrisdóttur Þjóðminjasafni Íslands.
Grasagarðurinn í Reykjavík skilar verkefnastyrk fyrir árið 2007 að upphæð 400.000. Eva Þorvaldsdóttir forstöðumaður segir ástæðuna vera þá að áætlaður kostnaður verkefnisins, gerð sumarblómasafns, sé meiri en úthlutaður styrkur. Ekki tókst að fjármagna það sem uppá vantaði. Í stefnu safnsins er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu fjórum árum.
Ákveðið var á síðasta fundi Safnaráðs að útbúa Stimpil með lógói Safnaráðs. Hann er tilbúinn.
Í framhaldi af ákvörðun Safnaráðs á fundi 22. október sl. hefur verið sótt um aðild Safnaráðs að ICOM. Svar hefur ekki borist við umsókninni.
Umsóknafrestur í safnasjóð er liðinn. Fjöldi umsókna hefur borist og mun úrvinnsla hefjast fljótlega.

3. Samantekt á vinnufundi Safnaráðs 22. október sl. Í tengslum við safnalög 106/2001var fjallað um stofnskrár safna, úthlutunarreglur safnasjóðs og eftirlitshlutverk Safnaráðs. Rætt var um að auka eftirlit með stofnskrám safna í samræmi við 4. og 10. gr. safnalaga og leggja stofnskrár safna til grundvallar við úthlutun úr safnasjóði. Einnig var rætt um að auka áherslu við úthlutun á mælanlega þætti eins og fjárhagsgrundvöll safna til framtíðar, menntun/reynslu safnstjóra, þátttöku í rannsóknum og samstarfi safna. Á þann hátt er hægt að tengja betur saman en áður úthlutun safnasjóðs og eftirlitshlutverk Safnaráðs. Eftirlitshlutverk Safnaráðs með inn og útflutningi menningarminja sem byggist á lögum nr 105/2001 var rætt m.t.t. einföldunar reglna og virkara eftirlits. Mikilvægt að þetta verði rætt við þær stofnanir sem Safnaráð hefur samstarf við skv. lögum. Staða Náttúruminjasafns rædd, í hverju stuðningur Safnaráðs getur falist og hver eru næstu skref. Fram kom að fundarmenn hafa áhyggjur af stöðu Náttúruminjasafnsins og möguleikum þess til vaxtar. Nauðsynlegt að taka upp umræður við Náttúrufræðistofnun Íslands um skiftingu safneignar eins og kveðið er á um í lögunum. Mikilvægt að tryggja að Náttúrugripasafn Íslands renni óskift til Náttúruminjasafns. Menningartengd ferðaþjónusta. Með vaxandi umsvifum menningatengdrar ferðaþjónustu hefur staða safna breyst. Söfn eru varðveislu- og fræðastofnanir og gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Til þess að tryggja að söfn geti rækt þetta hlutverk sitt er mikilvægt að að stækka stofnanirnar, hvetja til aukinnar samvinnu milli safna. Efla þarf fjárhag safna, menntun safnmanna og endurmenntunarmöguleika þeirra.

4. Stofnskrár safna Safnaráð fjallaði um stofnskrár safna og hvaða þætti þær þurfa að innihalda. Frkvstj. falið að vinna að málinu, kynna sér lagalegar forsendur og vinna áfram tillögur að verklagsreglum Safnaráðs varðandi samþykkt á stofnskrám og hugmyndir um hvað stofnskrár þurfi að innihalda til þess að uppfylla faglegr kröfur safnaráðs í samræmi við  10 gr. safnalaga og skilgreiningu 4. gr. safnalaga.

5. Svör Þóknananefndar við fyrirspurnum Safnaráðs hafa borist. Ákveðið að frkvst. undirbúi svar að bréfi fyrir næsta fund.

6. Erindi: Fulltrúar Seiðs ehf kynntu Hljóðvísa -Online Audio Guide. Fyrirtækið hefur þróað heimasíðu sem ætlað er að halda utan um hljóðleiðsagnir safna, innanlands og utan. Hugmyndin kynnt fyrir Safnaráði.

7. Næsti fundur og önnur mál.
Útgáfumál Safaráðs. Safnaráð telur mikilvægt að útgáfumál Safnaráðs verði skoðuðu í heild sinni. Ákveðið að skoða samstarf Safnaráðs og höfuðsafna um útgáfu sameiginlegrar safnastefnu byggða á Safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2003-2008. Frkvstj. falið að skoða kostnað við að hanna staðlað útlit á útgefnu efni Safaráðs.
Teigarhorn. Safnaráð fjallaði um málefni Teigarhorns. Safnaráð telur mikilvægt að stofnanir sem fara með varðveislu menningararfs þjóðarinnar vinni saman.

Næsti fundur ráðsins verður í samræmi við fundaráætlun haldinn mánudaginn 13. desember n.k. kl. 15:00-16:30.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:45/AÞÞ