Fundargerð 56. fundar Safnaráðs – úthlutunarfundar 2007, 1. febrúar 2007, kl. 10:00 – 13:30, Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík.

 
Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Jón Gunnar Ottósson, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson, Margrét Hallgrímsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.
 
1.      Úthlutanir úr Safnasjóði 2007. Fjallað var um umsóknir í Safnasjóð og úthlutanir úr sjóðnum 2007. Samþykktir voru rekstrarstyrkir úr Safnsjóði 2007. Varðandi rekstrarstyrki var eftirfarandi ákveðið:
 
Rekstrargjöld 0-4,99 millj. – styrkur 1 millj..

Rekstrargjöld 5-9,99 millj. – styrkur 1,5 millj.

Rekstrargjöld 10+ millj. – styrkur 1,6 millj.

Tvö eða fl. söfn rekin saman – styrkur 1,5 af þeim flokki sem aðalsafnið lendir í.
 
Varðandi verkefnastyrki var rætt um mikilvægi þess að formlegt svar fengist frá menntamálaráðuneyti varðandi ósk Safnaráðs um rökstuðning vegna munnlegra fyrirmæla frá ráðuneytinu um að ráðið frysti styrkveitingar til verkefnis um þróun skráningarkerfis fyrir náttúrugripasöfn í landinu þar til Náttúruminjasafn Íslands væri stofnað sem höfuðsafn. Rökstuðningur hafði ekki borist fyrir úthlutunarfundinn þrátt fyrir ítrekaða ósk Safnaráðs þess efnis.
Samþykktir voru verkefnastyrkir úr Safnasjóði 2007. Samþykkt var að bíða með ákvörðun varðandi umsókn um verkefnastyrk vegna þróunar skráningarkerfis fyrir náttúrusöfn.
Samþykkt var að óska eftir skýrslu frá Samtökum sjóminjasafna um nýtingu styrkja til samstarfsverkefnis sjóminjasafna. Samstarfsverkefnið hlaut styrki úr Safnasjóði 2003 (300 þús. kr.), 2004 (600 þús. kr.) og 2005 (900 þús. kr.), samtals 1,8 millj. kr.
Samþykkt var að óska eftir ítarlegum upplýsingum um stöðu skráningar og greinargerðum um áætluð lok skráningarátaks frá öllum þeim söfnum sem hlotið hafa styrki til skráningar úr Safnasjóði.
 
2.      Næsti fundur og önnur mál.

Tillaga að dagsetningu næsta fundar var 20. febrúar n.k.
Önnur mál:
NODEM ráðstefna á Íslandi 2008:
Karl Rúnar Þórsson kynnti málið. Skipuleggendur NODEM (Nordic Digital Excellence in Museums) hafa farið fram á að næsta NODEM ráðstefna verði á Íslandi vorið 2008.
FÍSOS hefur ekki burði til að standa eitt að verkefninu og vildi KRÞ kanna viðhorf Safnaráðs til þátttöku ráðsins í verkefninu. Óskað var eftir nánari upplýsingum um starfsemi NODEM og samþykkt að ræða málið nánar á næsta fundi.
 
Úttekt á söfnum:
Rætt var um mikilvægi þess að taka söfn út faglega. Samþykkt var að Safnaráð gerði heildarúttekt á starfsemi 2-3 safna árlega. Úttektin fari fram skv. stöðluðu formi. Framkvæmdastjóra var falið að hanna staðlað form fyrir úttekt safna, sem og framkvæmd úttekta.
 
     
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:30/RH