Fundargerð 62. fundar Safnaráðs, 9. október 2007, kl. 11:30 – 13:00
Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd voru: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

1. Fundargerð 61. fundar samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Nefndarlaun: Tvö bréf voru send til menntamálaráðuneytis í samræmi við ákvörðun Safnaráðs 11. september sl. í öðru bréfinu var beðið um upplýsingar um nefndarlaun til sambærilegra nefnda. Í hinu bréfinu var óskað skýringa á því hvers vegna nefndarlaun voru lækkuð án þess að vinnuáleg eða fundartími hefði breyst. Minjasafn Kristjáns Runólfssonar. Frá síðasta fundi Safnaráðs hefur frkvstj. aflað frekari gagna frá Skagfirðingum m.a. afrit af samningum sem kristján gerði við Skagfirðinga. Á fundi Lýðs Pálssonar, Sigríðar Sigurðardóttur, Margrétar Hallgrímsdóttur, Eiríks Þorlákssonar og Önnu Þorbjargar Þorgrímsdóttur 18. september sl. var ákveðið að leggja í hendur Skagfirðinga að láta reyna á ákvæði í samningunum sem vörðuðu rétt Skagfirðinga til safngripanna kvaðalaust ef Kristján hætti með safnið. Frkvstj. fylgist áfram með málinu. Farskóli FÍSOS var vel heppnaður. Ekki reyndist vera nein aðstaða til þess að kynna samráðsverkefni Safnaráðs. Vefsíða Safnaráðs. Er í burðarliðnum. Ritstjórnarstefna Safnastarf.is Drög að ritstjórnarstefnu lögð fram. Samþykkt að halda áfram á þeirri braut.  Höfundarréttarmál á söfnum voru rædd á breiðum grunni. Um er að ræða flókið mál sem þarf að skilgreina og skoða frá mörgum hliðum. Aðgengi fyrir alla – nýtt samráðsverkefni Safnaráðs. Kynningu frestað.

3. Breyttur fundatími Safnaráðs. Sveinn Kristinsson kynnti hugmyndir um að lengri vinnufundir og vettvangsferðir fari fram á kvöldin og um helgar. Einnig að venjulegur fundartími verði færður fram til kl. 8:00 eða aftur til kl. 15:00. Tillagan rædd.

4. Breytt fundaáætlun 2007. Samþykkt var að fundir Safnaráðs fram að áramótum færu fram: mánudaginn 22. október, þriðjudaginn 13. nóvember og fimmtudaginn 13. desember. Vinnufundi sem skv. ákvörðun Safnaráðs 9. septer sl. átti að fara fram 9. október en frestað var að beiðni Sveins Kristinssonar verður haldinn mánudaginn 22. október.

5. Sérfræðingafundur UNESCO nefndarinnar. Umræðum frestað.

6. Möguleg samráðsverkefni. Umræðum frestað.

7. Samráðsfundur FÍSOS og Safnaráðs. Samþykkt tillaga frá Karli Rúnari Þórssyni um sameiginlegan fund á vegum FÍSOS og Safnaráðs í tengslum við aðalfund FÍSOS 9. nóvember n.k. Umræðuefni fundarins verður aðgengi að söfnum.

8. Höfundaréttarmál-kynning. Knútur Bruun, formaður Myndstefs kom á fund Safnaráðs og kynnti höundarréttarmál á söfnum. Knútur vill að Safnaráð stuðli að því að gerður verði einn samningur við Myndstef sem hægt er að aðlaga að mismunandi þörfum ólíkra safna. Safnaráð mun kanna málið. 

9. Erindi – Tæknisafn Íslands, undirbúningsnefnd. Erindinu var fresta fram á næsta fund ráðsins 22. október n.k.

10. Stofnskrá Hönnunarsafns Íslands. Framkvæmdastjóra var falið að útbúa drög að bréfi til menntamálaráðuneytis fyrir næsta fund ráðsins 22. október n.k. 

11. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur var ákveðinn 22. október n.k. í tengslum við heilsdags vinnufund Safnaráðs.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:15/AÞÞ