Fundargerð 9. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
29. ágúst 2002, kl. 13:00.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Jón Gunnar Ottósson, Jónína A. Sanders, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Jóhann Ásmundsson og Þorgeir Ólafsson. Ólafur Kvaran og Gísli Sverrir Árnason boðuðu forföll. Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

M.H.  setti fund og tilkynnti að safnaráðsmenn og varamenn væru boðaðir á fund einu sinni á ári vegna afgreiðslu styrkja úr safnasjóði 2003.

Gestur fundarins var Jón Björnsson. Hann sagði frá hringferð sinni með  Þjóðminjaverði um landið vegna safnastefnunnar.

Haldnir voru 7 fundir með aðilum tengdum menningararfinum og sóttu fundinn safnafólk, ferðamálafulltrúar, atvinnuþróunarfólk, sveitarstjórnarmenn ofl. Skýrsla um ferðina er væntanleg í nóvember 2002.

1.         Umsóknir til safnasjóðs v/2003
Lagðar voru fram umsóknir til safnasjóðs 2003. Vegna þess hve mörg söfn hafa ekki lagt inn umsókn var  ákveðið var að framlengja umsóknarfrestinn til 15. september 2002. Verður það auglýst á Safnalistanum og í Lögbirtingarblaðinu. Tekið skal fram að umsóknir sem berast eftir 15. september verða ekki teknar til greina.

2.         Málþing
Stefnt er að því að halda málþing í vor í tilefni 30 ára afmælis samningsins um menningar- og náttúruarfleifð heimsins og mun M.H. taka það upp í farskóla safnamanna 11.-13. september.

3.         Verklagsreglur safnaráðs
Drög að verklagsreglum safnaráðs verða send til safnaráðsmanna með næsta fundarboði, en þær eru einnig að finna á heimasíðu Þjóðminjasafnsins undir Nýtt á vefnum. Er óskað eftir skriflegum athugasemdum frá safnaráðsmönnum fyrir næsta fund.

4.         Starfsmaður safnaráðs.
Þjóðminjasafn hefur haft umsýslukostnað vegna safnaráðs á þessu ári. Safnaráð samþykkti að Þjóðminjasafn Íslands fái greitt úr safnasjóði fyrir umsýslu með sjóðnum vegna ársins 2002 og hefur MH skrifað bréf til menntamálaráðuneytisins og óskað eftir að hið samþykkta 5% umsýslugjald, kr. 2,9 millj. verði greiddar til Þjóðminjasafnsins.

5.         Erindi til safnaráðs
Umsókn  frá Búvélasafninu á Hvanneyri um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Byggðasafni Dalvíkur um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Minjasafni Austurlands um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Tækniminjasafni Austurlands um styrk vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Erindi Kristjáns Ahronssonar dags. 16.08.2002 með beiðni um leyfi til að flytja jarðvegssýni úr fornleifarannsókn við Seljalandshelli til frekari rannsókna til Skotlands. Lögð var fram umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 29.08.2002. Samþykkt var að heimila útflutning sýnanna.

Erindi Jesse Byock og Phillip Walker dags. 29.08.2002 með beiðni um leyfi til að flytja gripi og mannabein úr fornleifarannsókn við Hrísbrú í Mosfellssveit. Lagðar voru fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins og Þjóðminjasafns Íslands. Samþykkt var að heimila útflutning gripanna..

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15.00 /AS.