Fundargerð 8. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
20. júní 2002, kl. 13:00.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Ólafur Kvaran.
Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

1. Fundargerð
Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og samþykkt.

2. Auglýsing vegna styrkja 2003
Auglýsing vegna styrkja 2003, sem birt var í byrjun júní var lögð fram.

3. Starfsreglur safnaráðs
Verklagsreglum safnaráðs var dreift til yfirlestrar og ráðsmenn beðnir að koma með þær á næsta fund ásamt athugasemdum.

4. Málþing í september
Rædd var hugmynd um málþing í september 2002 í tilefni 30 ára afmælis samningsins um menningar- og náttúruarfleifð heimsins. Samþykkt að kanna möguleika á því að fá styrk frá sænska sendiráðinu til að bjóða Keith Wikander hingað í því tilefni. Á málþinginu verði m.a. rætt um ný safnalög
og nýtt starfsumhverfi safna á Íslandi, safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu, málefni heimsminjaskrár UNESCO, menningartengda ferðaþjónustu og hlutverk þjóðmenningarstofnana.

5. Starfsmaður safnaráðs
Rætt um starfsmann Safnaráðs. MH var falið að kanna stöðu málsins innan Menntamálaráðuneytisins.

6. Erindi til safnaráðs
Greinargerð Samtaka um leikminjasafn um starfsemi samtakanna var lögð fram til upplýsinga.

Erindi frá Menntamálaráðuneyti frá Minjasafni Egils Ólafssonar um styrk vegna verkefnisins ,,Þorpið – örveröldin: raunveruleikinn og skáldið” var lögð fram. Afgreiðslu var frestað og vísað til afgreiðslu styrkja vegna ársins 2003.

Umsókn frá Byggðasafni Suðurnesja, Reykjanesbæ, þar sem sótt er um styrk vegna Sarps. Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Byggðasafni Akraness og nærsveita, þar sem sótt er um styrk vegna Sarps. Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, þar sem sótt er um styrk vegna Sarps. Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

7. Önnur mál
Margrét sagði frá stofnun Rekstrarfélags Sarps 2.0 þann 21. júní 2002.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14.00/AS.