Fundargerð 11. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
10. október 2002, kl. 11:00.

Mættir voru: Margrét  Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Karla Kristjánsdóttir og Jóhann Ásmundsson. Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

MH setti fund og lagði fram fundargerð 10. fundar.

1.         Frumvarp til fjárlaga 2003 var yfirfarið.
Framlag til safnasjóðs er 58 milljónir kr. sem er óbreytt frá árinu 2002.

2.         Umsóknir til safnasjóðs vegna ársins 2003.
Farið var yfir umsóknir til safnasjóðs vegna ársins 2003.
Alls hafa 70 umsóknir borist safnasjóði.

Fleira var ekki tekið fyrir. Stefnt er að halda næsta vinnufund 17. október n.k. kl. 11.15-13.00. Fundi slitið kl. 14.00.