Fundargerð 7. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
16. maí 2002, kl. 11:00.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ólafur Kvaran, Jóhann Ásmundsson og ?. Auður Sigurðardóttir skjalavörður Þjóðminjasafns Íslands ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir

Fundargerðir voru lagðar fram og samþykktar.

2. Auglýsing vegna styrkja 2003

Auglýsing vegna styrkja til safna á árinu 2003 var lögð fram og samþykkt að auglýsa í Morgunblaðinu, Sveitastjórnarmálum, Lögbirtingablaðinu og á Safnlistanum. Einnig verður auglýsingin birt á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Fjármálastjóra Þjóðminjasafnsins var falið að annast framkvæmdina þannig að auglýsing birtist í byrjun júní.

3. Stefna safnaráðs

Drög að stefnu safnaráðs voru rædd og athugasemdir gerðar. Samþykkt var að nefna drögin verklagsreglur. Nefndarmenn munu fara yfir þær og skila inn ásamt athugasemdum innan viku.
Rætt var um að safnaráð gerði árangursstjórnunarsamninga við þau söfn sem hljóta styrki.

4. Erindi frá UNESCO- nefndinni

Erindi íslensku UNESCO-nefndarinnar dags. 23. apríl s.l. var tekið fyrir. Hefur safnaráð hug á að vekja athygli á því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að árið 2002 verði helgað menningarverðmætum í tilefni 30 ára afmælis samningsins um menningar- og náttúruarfleifð heimsins, eins og óskað er eftir í erindi nefndarinnar.
Safnaráð hefur í því sambandi hug á því að efna til málþings í september n.k. t.d. í Þjóðmenningarhúsinu verði því við komið. Þar yrði m.a. fjallað um ný safnalög og nýtt starfsumhverfi safna á Íslandi, safnastefnu á sviði þjóðminjavörslu, málefni heimsminjaskrár UNESCO, menningartengda ferðaþjónustu og hlutverk þjóðmenningarstofnana.
Safnaráð hefur hug á því að bjóða innlendum og erlendum fyrirlesurum á málþingið, t.d. Birgittu Hoberg hjá sænska þjóðminjavarðarembættinu.
MH skrifaði bréf til menntamálaráðuneytisins og óskaði eftir samstarfi ráðuneytisins um framkvæmd og skipulag málþingsins og þátttöku menntamálaráðherra í málþinginu.

6. Erindi til safnaráðs

Lagt fram erindi frá Nefndasviði Alþingis þar sem óskað var eftir athugasemdum um tillögu til þingsályktunar um vestnorrænt samstarf og íslenska nærsvæðastefnu. MH skrifaði bréf til Nefndasviðs Alþingis og greindi frá því að ekki væru gerðar athugasemdir við þingsályktunartillöguna.

Umsókn frá Minjasafni Egils Ólafssonar vegna skráningar í Sarp. Samþykkt að veittur verði 100 þúsund kr. styrkur.

Meira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 12:45/AS.